Völdin heim í hérað Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 19. ágúst 2021 11:30 Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun