Nei það er ekki öllum sama um Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2021 11:00 Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun