Gefum heilbrigðisþjónustunni tækifæri Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun