Lögregla býr sig undir átök Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:45 Logi tekst hér á við erfiðar aðstæður, sem leiddu til þess að hann þurfti að taka upp táragasið. Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi. „Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi. Lögreglan Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
„Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi.
Lögreglan Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira