Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 09:46 Mohamed Salah fagnar sögulegu marki sínu á móti Norwich City en hann varð þá fyrstur til að skora í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fimm ár í röð. AP/Rui Vieira Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton). Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira