Vald og valdleysi Árni Múli Jónasson skrifar 16. ágúst 2021 11:30 „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Árni Múli Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar