Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 08:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. Vísir/Vilhelm „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira