Minnst 1.297 eru látin á Haítí Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 23:31 Íbúar Les Cayes leita eigna sinna í rústunum. (AP Photo/Joseph Odelyn Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí. Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí.
Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira