Fótbolti

Þýsku meistararnir byrjuðu titilvörnina á jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewndowski skoraði mark Bayern manna.
Robert Lewndowski skoraði mark Bayern manna. EPA-EFE/Boris Streubel

Þýskalandsmeistarar Bayern München heimsóttu Borussia Mönchengladbach í opnunarleik þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 1-1 og Bayern mistókst þar með að byrja titilvörnina á sigri.

Það voru heimamenn í Mönchengladbach sem náðu forystunni strax á tíundu mínútu með marki frá Allasane Plea eftir stoðsendingu frá Lars Stindl.

Það kemur kannski fáum á óvart hver skoraði mark Bayern, en á 42. mínútu skoraði Robert Lewandowski jöfnunarmarkið þegar hann tók boltann á lofti eftir hornspyrnu Joshua Kimmich.

Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið í seinni hálfleik.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í opnunarleik þýsku úrvalsdeildarinnar í leik þar sem að ríkjandi meisturum mistókst að hefja titilvörnina á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×