Segja áfallaþol og órofinn rekstur grundvöll öryggis ferðaþjónustufyrirtækja Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 13:39 Jóhannes Þór Skúlason er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn segja ljóst að töluverðar líkur séu á að Covid-19 smit geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja á næstu vikum og mánuðum á meðan faraldurinn gengur yfir samfélagið, með stýrðum hætti eins og kostur er, þar til hjarðónæmi er náð meðal þjóðarinnar. Í tilkynningu sem samtökin þrjú sendu frá sér í morgun segir að yfirlýsingar og fyrirmæli stjórnvalda og sóttvarnaryfirvalda séu á þann veg að ekki séu aðrar leiðir færar en hjarðónæmi þar sem bólusettir einstaklingar geta verið smitberar eins og aðrir þrátt fyrir að bólusetningar veiti mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Því sé ljóst að framundan sé tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur. Almannavarnir koma tilmælum til ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að samtökin þrjú hafi fundað með almannavörnum í vikunni og að þær hafi bent á nokkur atriði sem mikilvægt væri að skerpa á. Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna vilja því í sameiningu benda ferðaþjónustufyrirtækjum á eftirfarandi: Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu. Rekstraraðilum er bent á að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart og að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga til að tryggja órofna starfsemi sem best. M.a. getur þurft að huga að hólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita. Mikilvægt er að gæta að skörun milli vakta eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit. Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun. Rekstraraðilum er bent á að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar. Ekki sé verið að skamma ferðaþjónustufyrirtæki Jóhannes Þór segir að ástæða þess að samtökin impra á sóttvörnum sé ekki vegna þess að sóttvarnir ferðaþjónustufyrirtækja hafi verið bágbornar undanfarið heldur sé einfaldlega gott að minna á þær. Hann segir að aðalatriðið frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar sé að nú virðist sem faraldurinn muni fylgja samfélaginu næstu árin. Því sé mikilvægt að benda á að góðar sóttvarnir valdi minni truflun á rekstri fyrirtækja en að starfsfólk smitist eða þurfi í sóttkví. Þannig haldist hagsmunir ferðaþjónustunnar og allra landsmanna í hendur í baráttunni við veiruna. Samtökin þrjú segja ferðaþjónustuna eina af grunnstoðum samfélagsins og því mikilvæg öllum landsmönnum. Landsmenn njóti ekki einungis þjónustu hennar til dæmis yfir sumartímann heldur sé ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verði við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Í tilkynningu sem samtökin þrjú sendu frá sér í morgun segir að yfirlýsingar og fyrirmæli stjórnvalda og sóttvarnaryfirvalda séu á þann veg að ekki séu aðrar leiðir færar en hjarðónæmi þar sem bólusettir einstaklingar geta verið smitberar eins og aðrir þrátt fyrir að bólusetningar veiti mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Því sé ljóst að framundan sé tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur. Almannavarnir koma tilmælum til ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að samtökin þrjú hafi fundað með almannavörnum í vikunni og að þær hafi bent á nokkur atriði sem mikilvægt væri að skerpa á. Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna vilja því í sameiningu benda ferðaþjónustufyrirtækjum á eftirfarandi: Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu. Rekstraraðilum er bent á að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart og að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga til að tryggja órofna starfsemi sem best. M.a. getur þurft að huga að hólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita. Mikilvægt er að gæta að skörun milli vakta eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit. Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun. Rekstraraðilum er bent á að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar. Ekki sé verið að skamma ferðaþjónustufyrirtæki Jóhannes Þór segir að ástæða þess að samtökin impra á sóttvörnum sé ekki vegna þess að sóttvarnir ferðaþjónustufyrirtækja hafi verið bágbornar undanfarið heldur sé einfaldlega gott að minna á þær. Hann segir að aðalatriðið frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar sé að nú virðist sem faraldurinn muni fylgja samfélaginu næstu árin. Því sé mikilvægt að benda á að góðar sóttvarnir valdi minni truflun á rekstri fyrirtækja en að starfsfólk smitist eða þurfi í sóttkví. Þannig haldist hagsmunir ferðaþjónustunnar og allra landsmanna í hendur í baráttunni við veiruna. Samtökin þrjú segja ferðaþjónustuna eina af grunnstoðum samfélagsins og því mikilvæg öllum landsmönnum. Landsmenn njóti ekki einungis þjónustu hennar til dæmis yfir sumartímann heldur sé ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verði við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent