Bréf til minnar kynslóðar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:00 Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun