Sterkara heilbrigðiskerfi Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:30 Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19. Þegar við ræðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir líka máli að í málaflokknum gildi skýr stefna. Mælikvarðar um heilsu Ef mælikvarðar um heilsu landsmanna eru skoðaðir kemur Ísland vel út í alþjóðlegum samanburði. Meðalævilengd á Íslandi er með því lengsta í heiminum, eða 83 ár samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2019. Meðalævilengdin er því sambærileg því sem best gerist í Evrópu og nokkuð hærri en til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem meðalævilengdin er 79 ár. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar frá 2018 var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér á landi, en á tíu ára tímabili (2009–2018) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Einnig má nefna að hlutfall barna sem fæðast hér á landi með lága fæðingarþyngd er lægst í heiminum, dauðsföll af völdum heilablóðfalls eru með því lægsta sem gerist og svipaða sögu er að segja um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma, samkvæmt upplýsingum OECD frá árinu 2020. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd benda til þess að þegar horft er til mælikvarða um heilsu höfum við á Íslandi heilbrigðiskerfi sem á mikilvægum sviðum stenst samanburð við það sem best gerist. Engu að síður eru verkefnin óþrjótandi og ljóst að efla þarf heilbrigðisþjónustuna enn frekar. Því var það eitt af mikilvægustu verkefnum þessarar ríkisstjórnar að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins Fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefur verið aukið umtalsvert á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir. Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021. Ísland er enn eftirbátur Norðurlandanna þegar kemur að heilbrigðisútgjöldum sem hlutfall af VLF en við erum á réttri leið, eins og tölurnar sýna. Það sést til dæmis af því að þegar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs eru skoðuð kemur í ljós að framlag til heilbrigðismála hefur í því samhengi aldrei verið hærra, en árið 2019 runnu 25% af útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigðismála (eða 247 milljarðar). Þegar útgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa í krónum talið eru skoðuð hafa þau aukist úr 578.188 kr. árið 2017 í 775.844 kr. árið 2021, eða um 34%. Á föstu verðlagi nemur þessi hækkun um 7% umfram launa- og verðlagshækkanir. Ef við skoðum einstakar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins kemur í ljós að fjárframlög til reksturs Landspítala hafa á kjörtímabilinu aukist um 14% á föstu verðlagi (eða um 19 milljarða). Inni í þeirri tölu eru ekki útgjöld til byggingar nýs Landspítala, en þau nema um 26 milljörðum á kjörtímabilinu. Fjárframlög til reksturs heilsugæslunnar hafa einnig aukist mikið á tímabilinu, eða um 45% prósent á verðlagi hvers árs, eða um 23% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir, svo ljóst er að starfsemi heilsugæslunnar í landinu hefur verið styrkt svo um munar. Heimsfaraldur Engan óraði þó fyrir því fyrir einu og hálfu ári að við stæðum frammi fyrir heimsfaraldri sem myndi leggja miklar álögur á heilbrigðiskerfið um langan tíma. Enginn getur þó haldið öðru fram en að heilbrigðiskerfi okkar hafi hingað til staðist þessa þolraun með prýði þótt enn séu endalok þessa faraldurs óviss. Árangur okkar í bárattu við veiruna sýnir það; dauðsföll af völdum Covid-19 hafa óvíða verið færri og þorri þjóðarinnar hefur nú verið bólusettur. Uppbygging kerfisins snýst líka um stefnumótun og samhæfingu Þegar við tölum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir stefna í málaflokknum höfuðmáli. Á kjörtímabilinu var skrifuð og samþykkt á Alþingi heilbrigðisstefna til ársins 2030. Stefnan er vegvísir fyrir alla þá sem starfa í heilbrigðiskerfinu, en einnig fyrir notendur þess og samfélagið allt. Stefnan er okkur leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og samhæfðu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Í sumar var lýðheilsustefna til ársins 2030 einnig samþykkt, auk þess sem við höfum sett stefnur í málaflokkum á borð við meðferð og umönnun heilabilaðra, endurhæfingu, meðferð langvinnra verkja og fleira mætti telja. Samvinna heilbrigðisstofnana hefur aukist til um muna á kjörtímabilinu, þökk sé reglulegum samráðsfundum innan ráðuneytisins og utan, auk þess sem samráð og samvinna við veitendur geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóraukið, svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll þessi vinna skiptir miklu þegar kemur að starfsemi heilbrigðiskerfisins því heilbrigðiskerfi þar sem stefnan er skýr, samhæfing ríkir og allir þættir kerfisins vinna vel saman að sameiginlegu markmiði virkar betur og er skilvirkara, sem skilar sér í betri heilbrigðisþjónustu. Niðurlag Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum. Verkefnin eru hins vegar óþrjótandi og þess vegna hefur heilbrigðiskerfið verið styrkt verulega með fjármunum á þessu kjörtímabili og jafnframt mörkuð skýr stefna um frekari styrkingu þess til ársins 2030. Við erum ekki komin á leiðarenda og kerfið okkar þarf að styrkja með fjármunum enn frekar, en við erum á góðri leið í átt að enn öflugra heilbrigðiskerfi, fyrir okkur öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19. Þegar við ræðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir líka máli að í málaflokknum gildi skýr stefna. Mælikvarðar um heilsu Ef mælikvarðar um heilsu landsmanna eru skoðaðir kemur Ísland vel út í alþjóðlegum samanburði. Meðalævilengd á Íslandi er með því lengsta í heiminum, eða 83 ár samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2019. Meðalævilengdin er því sambærileg því sem best gerist í Evrópu og nokkuð hærri en til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem meðalævilengdin er 79 ár. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar frá 2018 var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér á landi, en á tíu ára tímabili (2009–2018) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Einnig má nefna að hlutfall barna sem fæðast hér á landi með lága fæðingarþyngd er lægst í heiminum, dauðsföll af völdum heilablóðfalls eru með því lægsta sem gerist og svipaða sögu er að segja um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma, samkvæmt upplýsingum OECD frá árinu 2020. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd benda til þess að þegar horft er til mælikvarða um heilsu höfum við á Íslandi heilbrigðiskerfi sem á mikilvægum sviðum stenst samanburð við það sem best gerist. Engu að síður eru verkefnin óþrjótandi og ljóst að efla þarf heilbrigðisþjónustuna enn frekar. Því var það eitt af mikilvægustu verkefnum þessarar ríkisstjórnar að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins Fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefur verið aukið umtalsvert á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir. Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021. Ísland er enn eftirbátur Norðurlandanna þegar kemur að heilbrigðisútgjöldum sem hlutfall af VLF en við erum á réttri leið, eins og tölurnar sýna. Það sést til dæmis af því að þegar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs eru skoðuð kemur í ljós að framlag til heilbrigðismála hefur í því samhengi aldrei verið hærra, en árið 2019 runnu 25% af útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigðismála (eða 247 milljarðar). Þegar útgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa í krónum talið eru skoðuð hafa þau aukist úr 578.188 kr. árið 2017 í 775.844 kr. árið 2021, eða um 34%. Á föstu verðlagi nemur þessi hækkun um 7% umfram launa- og verðlagshækkanir. Ef við skoðum einstakar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins kemur í ljós að fjárframlög til reksturs Landspítala hafa á kjörtímabilinu aukist um 14% á föstu verðlagi (eða um 19 milljarða). Inni í þeirri tölu eru ekki útgjöld til byggingar nýs Landspítala, en þau nema um 26 milljörðum á kjörtímabilinu. Fjárframlög til reksturs heilsugæslunnar hafa einnig aukist mikið á tímabilinu, eða um 45% prósent á verðlagi hvers árs, eða um 23% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir, svo ljóst er að starfsemi heilsugæslunnar í landinu hefur verið styrkt svo um munar. Heimsfaraldur Engan óraði þó fyrir því fyrir einu og hálfu ári að við stæðum frammi fyrir heimsfaraldri sem myndi leggja miklar álögur á heilbrigðiskerfið um langan tíma. Enginn getur þó haldið öðru fram en að heilbrigðiskerfi okkar hafi hingað til staðist þessa þolraun með prýði þótt enn séu endalok þessa faraldurs óviss. Árangur okkar í bárattu við veiruna sýnir það; dauðsföll af völdum Covid-19 hafa óvíða verið færri og þorri þjóðarinnar hefur nú verið bólusettur. Uppbygging kerfisins snýst líka um stefnumótun og samhæfingu Þegar við tölum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins skiptir stefna í málaflokknum höfuðmáli. Á kjörtímabilinu var skrifuð og samþykkt á Alþingi heilbrigðisstefna til ársins 2030. Stefnan er vegvísir fyrir alla þá sem starfa í heilbrigðiskerfinu, en einnig fyrir notendur þess og samfélagið allt. Stefnan er okkur leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og samhæfðu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Í sumar var lýðheilsustefna til ársins 2030 einnig samþykkt, auk þess sem við höfum sett stefnur í málaflokkum á borð við meðferð og umönnun heilabilaðra, endurhæfingu, meðferð langvinnra verkja og fleira mætti telja. Samvinna heilbrigðisstofnana hefur aukist til um muna á kjörtímabilinu, þökk sé reglulegum samráðsfundum innan ráðuneytisins og utan, auk þess sem samráð og samvinna við veitendur geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóraukið, svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll þessi vinna skiptir miklu þegar kemur að starfsemi heilbrigðiskerfisins því heilbrigðiskerfi þar sem stefnan er skýr, samhæfing ríkir og allir þættir kerfisins vinna vel saman að sameiginlegu markmiði virkar betur og er skilvirkara, sem skilar sér í betri heilbrigðisþjónustu. Niðurlag Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum. Verkefnin eru hins vegar óþrjótandi og þess vegna hefur heilbrigðiskerfið verið styrkt verulega með fjármunum á þessu kjörtímabili og jafnframt mörkuð skýr stefna um frekari styrkingu þess til ársins 2030. Við erum ekki komin á leiðarenda og kerfið okkar þarf að styrkja með fjármunum enn frekar, en við erum á góðri leið í átt að enn öflugra heilbrigðiskerfi, fyrir okkur öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun