Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 12:00 Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Vísir/Bára Dröfn Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira