Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:04 Tónlistarmaðurinn Kanye West lætur ennþá bíða eftir sér, en biðin hefur skilað sér í einstakri markaðssetningu plötunnar. Getty/Kevin Mazur Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14