Messi og konan þurftu að hressa hvort annað við áður en þau sögu strákunum frá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 11:01 Lionel Messi með eiginkonu sinni Antonella Roccuzzo og syni þeirra Thiago. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Guillem Balague, fréttamaður breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, fékk einkaviðtal við Lionel Messi eftir blaðamannafundinn á Parc des Princes í gær þar sem Messi var kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain. Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira