Ekki ástæða til að herða aðgerðir á meðan flestir eru með væg einkenni Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari innanlandsaðgerða á meðan faraldurinn valdi mestmegnis tiltölulega vægum einkennum hjá bólusettu fólki. Hann telur þó óráðlegt að slaka á aðgerðum eins og staðan er núna. Um hundrað greindust innanlands í gær með Covid-19 og 25 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og fjölgaði um einn frá því í gær en tveir þeirra eru í öndunarvél. Ríkisstjórnin ræddi framhald innanlandsaðgerða á árlegum sumarfundi sínum í Grindavík í dag. Ráðherrar vildu ekki veita viðtal að fundi loknum en hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. „Við erum á svipuðu róli og getum kannski vonast til að þetta sé aðeins að þokast niður en það verður að koma í ljós næstu dagana,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fjölgun smitaðra. Faraldurinn sé nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Boltinn hjá ríkisstjórninni Þórólfur hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða en í því er ekki að finna beinar tillögur. Hann segir það nú ríkisstjórnarinnar að taka mið af ólíkum hagsmunum í samfélaginu og ákveða hvernig aðgerðum verður háttað eftir að núgildandi reglugerð rennur út þann 13. ágúst. „Í þessu minnisblaði sem ég lagði fram var að ég var að lýsa áhættumatinu, hvert faraldurinn stefndi og að hann gæti verið að stefna í þá átt að það þyrfti að grípa til harðari takmarkana. Ég vildi setja það í hendurnar á stjórnvöldum að meta það út frá öðrum hagsmunum hvort að það þyrfti að gera það eða ekki og það er það sem stjórnvöld hafa verið að gera,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Mér sýnist nú kannski ekki vera mikið rúm eins og staðan er núna til að slaka á en ég vil ekki tjá mig um minnisblaðið að öðru leyti.“ Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 og eru tveir þeirra í öndunarvél.Vísir/Vilhelm Fylgist vel með stöðunni á Landspítala Þórólfur segist einna helst horfa til stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef faraldurinn reynist spítölunum ofviða þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Mér finnst kannski ekki ástæða til að grípa inn í ef við erum bara að sjá mikið af tiltölulega vægum einkennum hjá aðallega bólusettu fólki. Við vitum að bóluefnin koma í veg fyrir alvarleg veikindi og þess vegna þurfum við aðeins að hugsa þetta öðruvísi núna með svona vel bólusetta þjóð. Staðan er öðruvísi og þess vegna hef ég sagt að það er stjórnvalda núna að ákveða til hversu harðra aðgerða þarf að grípa,“ segir Þórólfur. Hann muni þó koma með tillögur að harðari aðgerðum ef honum finnist faraldurinn stefna í öfuga átt eða fái þau skilaboð frá forsvarsmönnum spítalana að þau ráði ekki lengur við stöðuna. „En fram að því þarf ég að halda að mér höndum, ég get ekki komið með tillögur um harðari aðgerðir spítalans vegna ef spítalinn telur að ekki sé alveg þörf á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Sjá meira
Um hundrað greindust innanlands í gær með Covid-19 og 25 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og fjölgaði um einn frá því í gær en tveir þeirra eru í öndunarvél. Ríkisstjórnin ræddi framhald innanlandsaðgerða á árlegum sumarfundi sínum í Grindavík í dag. Ráðherrar vildu ekki veita viðtal að fundi loknum en hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. „Við erum á svipuðu róli og getum kannski vonast til að þetta sé aðeins að þokast niður en það verður að koma í ljós næstu dagana,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fjölgun smitaðra. Faraldurinn sé nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Boltinn hjá ríkisstjórninni Þórólfur hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða en í því er ekki að finna beinar tillögur. Hann segir það nú ríkisstjórnarinnar að taka mið af ólíkum hagsmunum í samfélaginu og ákveða hvernig aðgerðum verður háttað eftir að núgildandi reglugerð rennur út þann 13. ágúst. „Í þessu minnisblaði sem ég lagði fram var að ég var að lýsa áhættumatinu, hvert faraldurinn stefndi og að hann gæti verið að stefna í þá átt að það þyrfti að grípa til harðari takmarkana. Ég vildi setja það í hendurnar á stjórnvöldum að meta það út frá öðrum hagsmunum hvort að það þyrfti að gera það eða ekki og það er það sem stjórnvöld hafa verið að gera,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Mér sýnist nú kannski ekki vera mikið rúm eins og staðan er núna til að slaka á en ég vil ekki tjá mig um minnisblaðið að öðru leyti.“ Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 og eru tveir þeirra í öndunarvél.Vísir/Vilhelm Fylgist vel með stöðunni á Landspítala Þórólfur segist einna helst horfa til stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef faraldurinn reynist spítölunum ofviða þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Mér finnst kannski ekki ástæða til að grípa inn í ef við erum bara að sjá mikið af tiltölulega vægum einkennum hjá aðallega bólusettu fólki. Við vitum að bóluefnin koma í veg fyrir alvarleg veikindi og þess vegna þurfum við aðeins að hugsa þetta öðruvísi núna með svona vel bólusetta þjóð. Staðan er öðruvísi og þess vegna hef ég sagt að það er stjórnvalda núna að ákveða til hversu harðra aðgerða þarf að grípa,“ segir Þórólfur. Hann muni þó koma með tillögur að harðari aðgerðum ef honum finnist faraldurinn stefna í öfuga átt eða fái þau skilaboð frá forsvarsmönnum spítalana að þau ráði ekki lengur við stöðuna. „En fram að því þarf ég að halda að mér höndum, ég get ekki komið með tillögur um harðari aðgerðir spítalans vegna ef spítalinn telur að ekki sé alveg þörf á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Sjá meira
Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04