Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 16:26 Joe Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm í Fort Worth í Texas. Netflix Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira
Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07
Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30