Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 14:41 Alexander Lúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands í 26 ár. Getty Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56