Íslenski boltinn

Pepsi Max Stúkan sýndi og sannaði að boltinn fór inn fyrir línuna hjá Gísla í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá að boltinn fór inn fyrir marklínuna en Pepsi Max Stúkan var líka með annað sjónarhorn.
Hér má sjá að boltinn fór inn fyrir marklínuna en Pepsi Max Stúkan var líka með annað sjónarhorn. Skjámynd/S2 Sport

Gísli Laxdal Unnarsson hélt að hann hefði skoraði eitt flottasta markið sitt á ferlinum en aðstoðardómarinn í leik ÍA og HK í Pepsi Max deild karla í gær var ekki á sama máli. Pepsi Max Stúkan skoðaði atvikið betur eftir leik.

ÍA komst í 1-0 strax á annarri mínútu og á 26. mínútu héldu Skagamenn að þeir væru að tvöfalda forystu sína.

Þrumuskot Gísli Laxdal Unnarssonar fór í slána og niður en skoppaði síðan út frá markinu. Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari dæmdi ekki mark og Skagamenn brjáluðust. Það endaði með því að Jóhannes Karl Guðjónsson fékk rautt spjald fyrir að yfirgefa boðvanginn sinn.

Pepsi Max Stúkan skoðaði markið í gær og reyndi að komast að því hvort boltinn fór inn fyrir marklínuna.

„Þetta var frábært skot og ég er alveg sammála Jóa Kalla þarna. Þetta virðist fara inn og spólast í hliðarnetið og út aftur,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni.

„Út frá þessu sjónarhorni er erfitt að dæma um þetta því maður hefur alveg séð ljósmyndir sem sýna að þetta getur blekkt augað. Við vitum betur,“ sagði Baldur því Pepsi Max Stúkan gróf upp annað myndband.

„Þetta myndband er tekið hinum megin frá og við fengum það sent. Þetta tekur af allan vafa. Þarna gerir dómaratríóið mistök að dæma ekki mark. Það er bara óumdeilt,“ sagði Atli Viðar Björnsson sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni.

Hér fyrir neðan má sjá bæði þessi myndbönd.

Klippa: Pepsi Max Stúkan: Markið sem átti að dæma gilt upp á Skaga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×