Yfir fjögur hundruð smituðust í tengslum við Ólympíuleikana í Tókyó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 12:01 Vel var staðið að sóttvörnum í kringum Ólympíuleikana í Tókýó. EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA Alls komu upp 430 kórónuveirusmit í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó en þeim lauk nú um liðna helgi. Sóttvarnir í Ólympíuþorpinu virðast þó hafa skilað tilætluðum árangri þar sem aðeins 26 keppendur greindust með veiruna. Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira
Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira