Klopp útilokar ekki að sækja fleiri leikmenn: „Ánægður með hópinn“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. ágúst 2021 07:00 Klopp á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekki útilokað að liðið muni versla nýjan leikmann áður en lokað verður fyrir félagaskipti í haust. Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi og eru liðin á lokametrunum í undirbúningi. Nokkrir lykilmenn Liverpool léku sinn síðasta æfingaleik fyrir mót í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Athletic Bilbao en Liverpool á einnig æfingaleik í kvöld þegar liðið mætir Osasuna. Klopp var spurður út í leikmannahóp liðsins eftir leikinn gegn Athletic í gær. „Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn en það þýðir ekki að við séum ekki að fylgjast með leikmannamarkaðnum.“ „En ef ekkert gerist þá er ég meira en ánægður með hópinn sem ég er með. Ég er ánægður með þá leikmenn sem ég hef,“ segir Klopp. Liverpool átti alls ekki góða titilvörn á síðustu leiktíð en náði þó að innbyrða þriðja sæti deildarinnar. Klopp hefur ekki farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og aðeins bætt franska varnarmanninum Ibrahim Konate við hóp sinn. „Við höfum svo marga hluti sem fást ekki keyptir. Það er ekki hægt að kaupa pressuna okkar, andrúmsloftið sem við búum til á okkar heimavelli. Þú getur ekki keypt Anfield eða sönginn okkar,“ sagði Klopp og vísaði þá til You´ll never walk alone lagsins. „Við erum með stóran hóp og það gæti eitthvað gerst áður en glugginn lokar en ég get ekkert sagt til um það á þessu augnabliki,“ sagði Klopp. Liverpool mætir nýliðum Norwich í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar næstkomandi laugardag. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi og eru liðin á lokametrunum í undirbúningi. Nokkrir lykilmenn Liverpool léku sinn síðasta æfingaleik fyrir mót í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Athletic Bilbao en Liverpool á einnig æfingaleik í kvöld þegar liðið mætir Osasuna. Klopp var spurður út í leikmannahóp liðsins eftir leikinn gegn Athletic í gær. „Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn en það þýðir ekki að við séum ekki að fylgjast með leikmannamarkaðnum.“ „En ef ekkert gerist þá er ég meira en ánægður með hópinn sem ég er með. Ég er ánægður með þá leikmenn sem ég hef,“ segir Klopp. Liverpool átti alls ekki góða titilvörn á síðustu leiktíð en náði þó að innbyrða þriðja sæti deildarinnar. Klopp hefur ekki farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og aðeins bætt franska varnarmanninum Ibrahim Konate við hóp sinn. „Við höfum svo marga hluti sem fást ekki keyptir. Það er ekki hægt að kaupa pressuna okkar, andrúmsloftið sem við búum til á okkar heimavelli. Þú getur ekki keypt Anfield eða sönginn okkar,“ sagði Klopp og vísaði þá til You´ll never walk alone lagsins. „Við erum með stóran hóp og það gæti eitthvað gerst áður en glugginn lokar en ég get ekkert sagt til um það á þessu augnabliki,“ sagði Klopp. Liverpool mætir nýliðum Norwich í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar næstkomandi laugardag.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira