Fótbolti

PSG býður Messi tveggja ára samning

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Messi átti erfitt með sig í morgun.
Messi átti erfitt með sig í morgun. vísir/Getty

Lionel Messi er við það að ganga til liðs við Frakklandsmeistara PSG eftir að hafa kvatt Barcelona í morgun.

Franskir fjölmiðlar greina frá því nú í kvöld að Messi hafi undir höndum samningstilboð sem gildir til næstu tveggja ára og er talið líklegt að hlutirnir gætu gerst hratt og Argentínumaðurinn yrði kynntur sem nýr leikmaður PSG strax annað kvöld.

Samningstilboð PSG hljóðar upp á 500 þúsund evrur í vikulaun og er sem fyrr segir til tveggja ára en í Barcelona höfðu menn hug á að gera fjögurra ára samning við hinn 34 ára gamla Messi.

Eru forráðamenn PSG nú að vinna hörðum höndum að því að undirbúa komu Messi og er vonast eftir því að hann muni gangast undir læknisskoðun í París á morgun.

Franska úrvalsdeildin hófst nú um helgina þar sem PSG vann 2-1 sigur á Troyes.


Tengdar fréttir

„Barça verður aldrei samt án þín“

Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar.

Messi sagður skrifa undir í París á morgun

Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag.

Messi kveður Barcelona með tárum

Lionel Messi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir katalónska fótboltaliðið Barcelona. Hann er á blaðamannafundi í beinni frá Nývangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×