„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2021 20:17 Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Bára Dröfn Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. „Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49