„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 8. ágúst 2021 13:19 Sigríður Á. Andersen telur þörf á að breyta sóttvarnaráðstöfunum á landamærunum. vísir/hanna Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira