Innlent

Engin merki um neðansjávargos

Tryggvi Páll Tryggvason og skrifa
Varðskipið Þór var sent til að kanna málið.
Varðskipið Þór var sent til að kanna málið. Vísir/Vilhelm.

Áhöfn varðskipsins Þórs sá enga bólstra í hafinu sunnan við Reykjanes eftir að hafa farið í könnunarleiðangur þangað í kvöld.

Líkt og Vísir greindi frá í kvöld barst lögreglu og Landhelgisgæslu tilkynningu um bólstra sem sæjust stíga upp úr hafinu. 

Eftir að lögregla hafði fylgt tilkynningunni á eftir þótti réttast að senda varðskipið Þór til að athuga málið, en skipið var við hefðbundið eftirlit á þessum slóðum.

Líkt og sjá má á vef Marine Traffic hefur Þór siglt í vesturátt meðfram Reykjanesi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samskiptum við fréttastofu, að áhöfnin hafi ekki orðið var við neina bólstra á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist ekkert á mælum Veðurstofunnar sem benti til þess að neðansjávargos væri hafið á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×