Fanndís: Ég er búin að vera að gera smá kröfu um að fá að spila meira Sverrir Mar Smárason skrifar 6. ágúst 2021 20:36 Fanndís skoraði sigurmark Valskvenna í uppbótartíma í kvöld. vísir/hag Valskonur unnu torsóttan 1-0 sigur á ÍBV á heimavelli í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. ÍBV barðist hetjulega í 91 mínútu því markið kom ekki fyrr en á 92. mínútu leiksins og það gerði varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir. „Þær gáfu okkur heldur betur alvöru varnarleik, þær pökkuðu svolítið í vörn í fyrri hálfleik og leikurinn fór svolítið mikið fram á þeirra vallarhelmingi. Svo vorum við heppnar í restina að þær skyldu ekki skora, góður varnarleikur hjá okkur,“ sagði Fanndís. Fanndís hefur verið á bekknum í flestum leikjum Vals í sumar en oft komið inn og breytt gangi leikja. Hún segist vera farin að gera kröfu á meiri spilatíma. „Gott að það dugði út leikinn núna, bara gaman. Ég er búin að vera að gera smá kröfu um að fá að spila meira og þá þarf maður að sýna það inná vellinum og maður gerir það svona,“ sagði Fanndís sem var ekki eini varamaður Vals í vikunni sem skoraði 1-0 sigurmark því Tryggvi Hrafn gerði það sama fyrir karlaliðið. „Ég held að ég og Tryggvi viljum bæði vera í liðinu svo vonandi breytist það bara,“ sagði Fanndís sem vildi ekki gera þetta að vana á Origo-vellinum. Í leiknum fengu Valskonur óteljandi fjölda af góðum marktækifærum en náðu ekki að nýta þau fyrr en á 92.mínútu. „Það var skrýtið að horfa á fyrri hálfleikinn þar sem við óðum í færum en mér fannst við ekki beint óheppnar heldur bara ekki með hausinn rétt stilltan held ég. Við vitum það að við þurfum að klára okkar leiki og ég held það hafa bara verið í öllu í restina að við þurftum þrjú stig og þetta var bara vel gert í restina,“ sagði Fanndís um færin. Valskonur eru áfram á toppi deildarinnar með 4.stiga forskot á lið Breiðabliks sem hafa ekki lokið leik gegn Tindastól þegar þetta er skrifað. „Ég held það sé bara góða klisjan að það þarf bara hver að hugsa um sig og við þurfum bara að hugsa um okkur. Hefðum við tapað þremur stigum hérna í kvöld hefði allt getað gerst og hausinn á mönnum getur farið út og suður þannig það er mikilvægt að við fókusum á okkur og klárum okkar almennilega. Helst ekki á 90.mínútu,“ sagði Fanndís að lokum um toppbaráttuna. Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Þær gáfu okkur heldur betur alvöru varnarleik, þær pökkuðu svolítið í vörn í fyrri hálfleik og leikurinn fór svolítið mikið fram á þeirra vallarhelmingi. Svo vorum við heppnar í restina að þær skyldu ekki skora, góður varnarleikur hjá okkur,“ sagði Fanndís. Fanndís hefur verið á bekknum í flestum leikjum Vals í sumar en oft komið inn og breytt gangi leikja. Hún segist vera farin að gera kröfu á meiri spilatíma. „Gott að það dugði út leikinn núna, bara gaman. Ég er búin að vera að gera smá kröfu um að fá að spila meira og þá þarf maður að sýna það inná vellinum og maður gerir það svona,“ sagði Fanndís sem var ekki eini varamaður Vals í vikunni sem skoraði 1-0 sigurmark því Tryggvi Hrafn gerði það sama fyrir karlaliðið. „Ég held að ég og Tryggvi viljum bæði vera í liðinu svo vonandi breytist það bara,“ sagði Fanndís sem vildi ekki gera þetta að vana á Origo-vellinum. Í leiknum fengu Valskonur óteljandi fjölda af góðum marktækifærum en náðu ekki að nýta þau fyrr en á 92.mínútu. „Það var skrýtið að horfa á fyrri hálfleikinn þar sem við óðum í færum en mér fannst við ekki beint óheppnar heldur bara ekki með hausinn rétt stilltan held ég. Við vitum það að við þurfum að klára okkar leiki og ég held það hafa bara verið í öllu í restina að við þurftum þrjú stig og þetta var bara vel gert í restina,“ sagði Fanndís um færin. Valskonur eru áfram á toppi deildarinnar með 4.stiga forskot á lið Breiðabliks sem hafa ekki lokið leik gegn Tindastól þegar þetta er skrifað. „Ég held það sé bara góða klisjan að það þarf bara hver að hugsa um sig og við þurfum bara að hugsa um okkur. Hefðum við tapað þremur stigum hérna í kvöld hefði allt getað gerst og hausinn á mönnum getur farið út og suður þannig það er mikilvægt að við fókusum á okkur og klárum okkar almennilega. Helst ekki á 90.mínútu,“ sagði Fanndís að lokum um toppbaráttuna.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira