Íslenski boltinn

Mikkelsen fékk leyfi til að fara frá Blikum: Allt í mesta bróðerni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Mikkelsen skorar hér fyrir Breiðablik í Pepsi Max deild karla í sumar.
Thomas Mikkelsen skorar hér fyrir Breiðablik í Pepsi Max deild karla í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Thomas Mikkelsen leikur sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á næstunni en Breiðablik hefur orðið við beiðni Danans um að ljúka samningi sínum við félagið, sem hann óskaði eftir af persónulegum ástæðum.

Thomas mun halda til síns heima í Danmörku og leikur því sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á næstu dögum.

Yfirvofandi starfslok báru brátt að og voru unnin í mesta bróðerni milli beggja aðila samkvæmt frétt á miðlum Blika.

Mikkelsen er með fimm mörk í ellefu leikjum með Blikum í Pepsi Max deild karla í sumar en hann hefur ekki unnið sér sæti í byrjunarliðinu eftir að hann kom aftur til baka eftir meiðsli.

Mikkelsen hefur skorað 41 mark í aðeins 58 leikjum með Breiðbliki í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×