Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum Andri Gíslason skrifar 8. ágúst 2021 22:11 Vísir/Hulda Margrét KR og FH gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust á Meistaravöllum fyrr í kvöld í baráttuleik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og fékk Kennie Chopart besta færi fyrri hálfleiks strax á 5.mínútu. Hann komst þá einn í gegn á móti Gunnari Nielsen en setti boltann yfir markið. Á 8.mínútu fengu FH-ingar hornspyrnu sem var tekin af Jónatani Inga. Spyrnan var góð og beint á hausinn á Matthíasi Vilhjálmssyni sem stýrði boltanum framhjá Beiti í marki KR og staðan orðin 1-0 Stuttu síðar vann Kennie Chopart boltann af Baldri Loga Guðlaugssyni við vítateig FH-inga og átti frábæra sendingu fyrir markið þar sem Stefán Árni Geirsson mætti og setti boltann yfir línuna. Leikurinn róaðist aðeins eftir mark FH og var staðan 1-1 þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikur byrjaði ansi rólega og skiptust liðin á að halda boltanum sín á milli. KR-ingar skoruðu mark á 53.mínútu þegar Pálmi Rafn kom boltanum yfir línuna eftir sendingu frá Kjartani Henry. Kjartan var þó dæmdur rangstæður og markið ógilt. Á 64.mínútu dró til tíðinda þegar Guðmundur Kristjánsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann reif Pálma Rafn niður sem var á leið upp völlinn. Mikill hiti var í síðari hálfleik og barátta mikil en skorti gæði hjá báðum liðum. KR-ingar fengu þó dauðafæri þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka. Kennie Chopart átti þá stórglæsilega sendingu fyrir markið en bæði Kjartan Henry og Kristján Flóki misstu af boltanum og rúllaði hann aftur fyrir markið. Lengra komust liðin ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli í þessum hörkuleik. Af hverju var jafntefli? Lítið var um fótboltaleg gæði en meira um baráttu. KR-ingar voru aðeins líklegri og sérstaklega eftir að FH missti mann útaf en hvorugt liðið náði að sækja sigurmark. Hverjir stóðu upp úr? Varnarmenn beggja liða fá þennan heiður. Lítið var um marktækifæri og voru báðar varnir virkilega þéttar. Jónatan Ingi Jónsson fær einnig plús fyrir sinn leik, var virkilega sprækur á kantinum og hættulegasti maður FH-inga. Hvað gekk illa? Eins og sagt var áður þá gekk liðunum illa að byggja upp almennilegt spil og búa til sóknir. Hvað gerist næst? FH-ingar fá Leikni í heimsókn á Kaplakrikavöll eftir akkurat viku og má búast við hörkuleik þar. KR-ingar heimsækja þá særða HK menn í Kórinn á mánudeginum eftir viku. Pálmi Rafn: Það er að drepa mig úr svekkelsi akkurat núna Pálmi Rafn Pálmason var virkilega svekktur eftir jafnteflið við FH fyrr í kvöld. „Ég er bara ógeðslega svekktur. Við erum miklu betra liðið hérna í kvöld finnst mér og við eigum að vinna þennan leik.“ FH-ingar missa mann af velli þegar tæpur hálftími er eftir af leiknum en þrátt fyrir það náðu KR-ingar ekki að bæta við marki. „Þeir leggjast allir niður á vítateig hjá sér og það er alltaf erfitt að fara í gegnum svoleiðis þó svo að það séu bara 9 menn. Mér fannst við samt alveg skapa færi til að skora þrátt fyrir það en það vantaði örlítið upp á.“ Valur,Víkingur og KA töpuðu öll stigum í kvöld og með sigri í dag hefðu KR-ingar getað komið sér í góða stöðu. „Við hefðum getað nálgast þetta aftur helvíti vel í dag en við klikkum á því og það er akkurat svolítið að drepa mig úr svekkelsi núna.“ Ólafur: Sanngjörn úrslit held ég Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga var sáttur með stigið sem lið hans fékk gegn KR á Meistaravöllum í kvöld. „Það er bara rosa gott að ná í þetta stig. Við spilum einum færri í tæpar 30 mínútur sem er erfitt en þetta var bara baráttuleikur milli tveggja liða og sanngjörn úrslit held ég.“ FH-ingar misstu Guðmund Kristjánsson útaf eftir um 65 mínútna leik með sitt annað gula spjald og var Ólafur spurður hvort það hafi verið sanngjarn dómur. „Já það var rétt, ekki spurning.“ FH-ingum hefur ekki gengið vel að safna stigum í sumar en Ólafur er þó bjartsýnn á framhaldið. „Það er lítið annað að gera en að halda áfram að æfa og reyna að bæta leik okkar og við erum að reyna að gera það jafnt og þétt og mér fannst leikur okkar í dag alveg til fyrirmyndar. Við vorum duglegir og börðumst um alla bolta og í fínum gír þannig við þurfum að ná fleiri svona frammistöðum.“ Rúnar: Þurfum að nýta færin okkar betur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum hundsvekktur með stigið á móti FH í kvöld. „Þegar maður er einum fleiri í 20-30 mínútur þá vill maður taka stigin þrjú. Þetta var jafnt á meðan bæði lið voru með 11 leikmenn inni á vellinum. Þetta var hörku baráttuleikur, ekkert rosalega fínt spil en mikið um langa bolta og baráttu. Í stöðunni 1-1 er allt í járnum og bæði lið að reyna að skora mark en líkurnar urðu meiri eftir að við lendum einum manni fleiri.“ KR-ingar verða manni fleiri þegar um hálftími er eftir en náðu ekki að skapa sér mikið þrátt fyrir liðsmuninn. „Það er dæmd rangstaða á Kjartan þegar við skorum þetta eina mark og svo erum við í dauðafæri þegar Kennie gefur fyrir en bæði Kjartan og Kristján Flóki voru í einu skónúmeri of litlu þannig þeir náðu ekki að pota í hann og inn fyrir línuna. Svo sköpum við ekki meira þegar við erum eini fleiri en FH-ingar lokuðu ofboðslega vel og voru þéttir.“ Atli Sigurjónsson sem hefur verið einn af betri mönnum KR í sumar sat á bekknum í allt kvöld og var Rúnar spurður út í þá ákvörðun. „Hann er meiddur og gat ekki komið inná. Það kom í ljós í upphitun þannig því miður gátum við ekki nýtt hans krafta.“ Úrslit kvöldsins í öðrum leikjum voru heldur betur hagstæð fyrir KR-inga og með sigri hefðu þeir getað verið í ansi góðri stöðu. „Ef við vinnum ekki okkar leiki þá skiptir engu máli hvernig hinir leikirnir fara. Við fengum bara eitt stig í dag en vildum þrjú til að koma okkur nær en við erum ekkert að gefast upp. Við þurfum að halda áfram að sækja stig og reyna að færa okkur ofar í töfluna, við lítum bara upp á við og ég held við þurfum ekki að hafa áhyggjur þarna niðri á við. Við erum ekki að fara að falla úr þessu þannig við lítum bara upp á við og reyna að sjá hvort við getum ekki fikrað okkur hærra upp í töflunni en við þurfum þá að spila örlítið betur en í dag og reyna að nýta færin okkar betur.“ Pepsi Max-deild karla KR FH
KR og FH gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust á Meistaravöllum fyrr í kvöld í baráttuleik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og fékk Kennie Chopart besta færi fyrri hálfleiks strax á 5.mínútu. Hann komst þá einn í gegn á móti Gunnari Nielsen en setti boltann yfir markið. Á 8.mínútu fengu FH-ingar hornspyrnu sem var tekin af Jónatani Inga. Spyrnan var góð og beint á hausinn á Matthíasi Vilhjálmssyni sem stýrði boltanum framhjá Beiti í marki KR og staðan orðin 1-0 Stuttu síðar vann Kennie Chopart boltann af Baldri Loga Guðlaugssyni við vítateig FH-inga og átti frábæra sendingu fyrir markið þar sem Stefán Árni Geirsson mætti og setti boltann yfir línuna. Leikurinn róaðist aðeins eftir mark FH og var staðan 1-1 þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikur byrjaði ansi rólega og skiptust liðin á að halda boltanum sín á milli. KR-ingar skoruðu mark á 53.mínútu þegar Pálmi Rafn kom boltanum yfir línuna eftir sendingu frá Kjartani Henry. Kjartan var þó dæmdur rangstæður og markið ógilt. Á 64.mínútu dró til tíðinda þegar Guðmundur Kristjánsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann reif Pálma Rafn niður sem var á leið upp völlinn. Mikill hiti var í síðari hálfleik og barátta mikil en skorti gæði hjá báðum liðum. KR-ingar fengu þó dauðafæri þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka. Kennie Chopart átti þá stórglæsilega sendingu fyrir markið en bæði Kjartan Henry og Kristján Flóki misstu af boltanum og rúllaði hann aftur fyrir markið. Lengra komust liðin ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli í þessum hörkuleik. Af hverju var jafntefli? Lítið var um fótboltaleg gæði en meira um baráttu. KR-ingar voru aðeins líklegri og sérstaklega eftir að FH missti mann útaf en hvorugt liðið náði að sækja sigurmark. Hverjir stóðu upp úr? Varnarmenn beggja liða fá þennan heiður. Lítið var um marktækifæri og voru báðar varnir virkilega þéttar. Jónatan Ingi Jónsson fær einnig plús fyrir sinn leik, var virkilega sprækur á kantinum og hættulegasti maður FH-inga. Hvað gekk illa? Eins og sagt var áður þá gekk liðunum illa að byggja upp almennilegt spil og búa til sóknir. Hvað gerist næst? FH-ingar fá Leikni í heimsókn á Kaplakrikavöll eftir akkurat viku og má búast við hörkuleik þar. KR-ingar heimsækja þá særða HK menn í Kórinn á mánudeginum eftir viku. Pálmi Rafn: Það er að drepa mig úr svekkelsi akkurat núna Pálmi Rafn Pálmason var virkilega svekktur eftir jafnteflið við FH fyrr í kvöld. „Ég er bara ógeðslega svekktur. Við erum miklu betra liðið hérna í kvöld finnst mér og við eigum að vinna þennan leik.“ FH-ingar missa mann af velli þegar tæpur hálftími er eftir af leiknum en þrátt fyrir það náðu KR-ingar ekki að bæta við marki. „Þeir leggjast allir niður á vítateig hjá sér og það er alltaf erfitt að fara í gegnum svoleiðis þó svo að það séu bara 9 menn. Mér fannst við samt alveg skapa færi til að skora þrátt fyrir það en það vantaði örlítið upp á.“ Valur,Víkingur og KA töpuðu öll stigum í kvöld og með sigri í dag hefðu KR-ingar getað komið sér í góða stöðu. „Við hefðum getað nálgast þetta aftur helvíti vel í dag en við klikkum á því og það er akkurat svolítið að drepa mig úr svekkelsi núna.“ Ólafur: Sanngjörn úrslit held ég Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga var sáttur með stigið sem lið hans fékk gegn KR á Meistaravöllum í kvöld. „Það er bara rosa gott að ná í þetta stig. Við spilum einum færri í tæpar 30 mínútur sem er erfitt en þetta var bara baráttuleikur milli tveggja liða og sanngjörn úrslit held ég.“ FH-ingar misstu Guðmund Kristjánsson útaf eftir um 65 mínútna leik með sitt annað gula spjald og var Ólafur spurður hvort það hafi verið sanngjarn dómur. „Já það var rétt, ekki spurning.“ FH-ingum hefur ekki gengið vel að safna stigum í sumar en Ólafur er þó bjartsýnn á framhaldið. „Það er lítið annað að gera en að halda áfram að æfa og reyna að bæta leik okkar og við erum að reyna að gera það jafnt og þétt og mér fannst leikur okkar í dag alveg til fyrirmyndar. Við vorum duglegir og börðumst um alla bolta og í fínum gír þannig við þurfum að ná fleiri svona frammistöðum.“ Rúnar: Þurfum að nýta færin okkar betur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum hundsvekktur með stigið á móti FH í kvöld. „Þegar maður er einum fleiri í 20-30 mínútur þá vill maður taka stigin þrjú. Þetta var jafnt á meðan bæði lið voru með 11 leikmenn inni á vellinum. Þetta var hörku baráttuleikur, ekkert rosalega fínt spil en mikið um langa bolta og baráttu. Í stöðunni 1-1 er allt í járnum og bæði lið að reyna að skora mark en líkurnar urðu meiri eftir að við lendum einum manni fleiri.“ KR-ingar verða manni fleiri þegar um hálftími er eftir en náðu ekki að skapa sér mikið þrátt fyrir liðsmuninn. „Það er dæmd rangstaða á Kjartan þegar við skorum þetta eina mark og svo erum við í dauðafæri þegar Kennie gefur fyrir en bæði Kjartan og Kristján Flóki voru í einu skónúmeri of litlu þannig þeir náðu ekki að pota í hann og inn fyrir línuna. Svo sköpum við ekki meira þegar við erum eini fleiri en FH-ingar lokuðu ofboðslega vel og voru þéttir.“ Atli Sigurjónsson sem hefur verið einn af betri mönnum KR í sumar sat á bekknum í allt kvöld og var Rúnar spurður út í þá ákvörðun. „Hann er meiddur og gat ekki komið inná. Það kom í ljós í upphitun þannig því miður gátum við ekki nýtt hans krafta.“ Úrslit kvöldsins í öðrum leikjum voru heldur betur hagstæð fyrir KR-inga og með sigri hefðu þeir getað verið í ansi góðri stöðu. „Ef við vinnum ekki okkar leiki þá skiptir engu máli hvernig hinir leikirnir fara. Við fengum bara eitt stig í dag en vildum þrjú til að koma okkur nær en við erum ekkert að gefast upp. Við þurfum að halda áfram að sækja stig og reyna að færa okkur ofar í töfluna, við lítum bara upp á við og ég held við þurfum ekki að hafa áhyggjur þarna niðri á við. Við erum ekki að fara að falla úr þessu þannig við lítum bara upp á við og reyna að sjá hvort við getum ekki fikrað okkur hærra upp í töflunni en við þurfum þá að spila örlítið betur en í dag og reyna að nýta færin okkar betur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti