Fá meira en hundrað milljarða fyrir fjórtán kvikmyndir og sex þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 16:25 Trey Parker og Matt Stone. Getty/Araya Doheny Matt Stone og Trey Parker hafa gert samkomulag um að fá 900 milljónir dala frá ViacomCBS Inc. á næstu sex árum. Í staðinn þurfa þeir að gera sex nýjar þáttaraðir af teiknimyndaþáttunum South Park og fjórtán kvikmyndir um íbúa bæjarins vinsæla. Gróflega reiknað samsvara 900 milljónir dala um 112,4 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg á áfram að sýna þættina á Comedy Central en kvikmyndirnar verða sýndar á Paramount+, streymisveitu fyrirtækisins. Fyrsta verkefnið verður kvikmynd um South Park en hana á að frumsýna fyrir árslok, auk annarrar kvikmyndar. Bloomberg segir að samhliða aukinni samkeppni streymisveita heimsins hafi virði vinsælla söguheima eins og South Park aukist gífurlega. Fyrsti South Park þátturinn var sýndur árið 1997 og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þá. Þættirnir eru þeir vinsælustu hjá Comedy Central. Þetta nýja samkomulag felur í sér að þáttaraðir South Park verða minnst þrjátíu talsins. „Comedy Central hefur verið heimili okkar í 25 ár og við erum mjög ánægðir með að þeir hafi samþykkt að hýsa okkur næstu 75 ár,“ segir í yfirlýsingu frá Parker og Stone sem birt var á vef þeirra í dag. Fyrsta og eina kvikmyndin um South Park var frumsýnd árið 1999. Trey Parker and Matt Stone sign new deal to extend South Park through season 30 and make 14 original made-for-streaming movies exclusively for Paramount+, starting with two films in 2021. Read the full press announcement: https://t.co/vhlzu0E96F pic.twitter.com/uvPhRbVp7E— South Park (@SouthPark) August 5, 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gróflega reiknað samsvara 900 milljónir dala um 112,4 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg á áfram að sýna þættina á Comedy Central en kvikmyndirnar verða sýndar á Paramount+, streymisveitu fyrirtækisins. Fyrsta verkefnið verður kvikmynd um South Park en hana á að frumsýna fyrir árslok, auk annarrar kvikmyndar. Bloomberg segir að samhliða aukinni samkeppni streymisveita heimsins hafi virði vinsælla söguheima eins og South Park aukist gífurlega. Fyrsti South Park þátturinn var sýndur árið 1997 og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þá. Þættirnir eru þeir vinsælustu hjá Comedy Central. Þetta nýja samkomulag felur í sér að þáttaraðir South Park verða minnst þrjátíu talsins. „Comedy Central hefur verið heimili okkar í 25 ár og við erum mjög ánægðir með að þeir hafi samþykkt að hýsa okkur næstu 75 ár,“ segir í yfirlýsingu frá Parker og Stone sem birt var á vef þeirra í dag. Fyrsta og eina kvikmyndin um South Park var frumsýnd árið 1999. Trey Parker and Matt Stone sign new deal to extend South Park through season 30 and make 14 original made-for-streaming movies exclusively for Paramount+, starting with two films in 2021. Read the full press announcement: https://t.co/vhlzu0E96F pic.twitter.com/uvPhRbVp7E— South Park (@SouthPark) August 5, 2021
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira