Hlynur jafnaði vallarmetið á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 16:01 Hlynur Bergsson var að spila frábærlega í dag. GSÍmyndir/Seth Hlynur Bergsson, kylfingur úr GKG, byrjaði Íslandsmótið í golfi frábærlega en fyrsti dagur mótsins er í dag. Hlynur jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli með því að spila fyrsta hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hlynur fékk sex fugla og einn skolla á par fjögur holu. Hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum. Hlynur deilir nú metinu með Sigurði Arnari Garðarssyni úr GKG, sem lék á sama skori á PRO/Am mótinu síðastliðinn þriðjudag. Hlynur er með þriggja högga forskot á þá sem hafa klárað fyrsta hringinn en Jóhannes Guðmundsson og Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili léku allir á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hlynur er ungur og efnilegur kylfingur en er 22 ára og verður ekki 23 ára fyrr en í október. Hlynur Bergsson - er á besta skorinu það sem af er 1. keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi 2021. https://t.co/gfUKtd1mIy pic.twitter.com/fUI2eeVL2a— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2021 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hlynur jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli með því að spila fyrsta hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hlynur fékk sex fugla og einn skolla á par fjögur holu. Hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum. Hlynur deilir nú metinu með Sigurði Arnari Garðarssyni úr GKG, sem lék á sama skori á PRO/Am mótinu síðastliðinn þriðjudag. Hlynur er með þriggja högga forskot á þá sem hafa klárað fyrsta hringinn en Jóhannes Guðmundsson og Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili léku allir á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hlynur er ungur og efnilegur kylfingur en er 22 ára og verður ekki 23 ára fyrr en í október. Hlynur Bergsson - er á besta skorinu það sem af er 1. keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi 2021. https://t.co/gfUKtd1mIy pic.twitter.com/fUI2eeVL2a— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2021
Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira