Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 13:38 Kristín Helga er hæstánægð með að Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð. Aðsend/Forlagið Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. „Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar. Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar.
Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp