Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á sóttvarnalækni Sunna Sæmundsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 4. ágúst 2021 22:21 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar. Vísir Nú styttist í að stjórnvöld tilkynni hvort ráðist verði í frekari samkomutakmarkanir innanlands til að bregðast við hröðum vexti faraldursins. Ráðherrar hafa fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum síðustu daga áður en ákvörðun er tekin um næstu aðgerðir. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að óvíst sé hvort hann muni leggja til ákveðnar aðgerðir að þessu sinni en núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hafa fram að þessu byggt á tillögum sóttvarnalæknis og er útlit er fyrir að ákvörðun um næstu skref verði byggð á matskenndari forsendum en áður. Í síðustu viku funduðu ráðherrar með sérfræðingum um stöðu faraldursins en síðustu daga hefur til að mynda verið leitað sjónarmiða hjá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, talsmönnum listafólks og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar. Í þeim samtölum hefur meðal annars verið kallað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd og hugað verði að því að halda atvinnulífinu og menningarstarfi gangandi. Staðan alvarlegri og óútreiknanlegri Velferðarnefnd Alþingis fundaði í dag en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, fór fram á það í síðustu viku að nefndin kæmi saman í sumarleyfi þingmanna til að fara yfir ástand faraldursins. Helga Vala sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eftir fundinn sé henni ljóst að staðan sé flóknari en hún gerði ráð fyrir. „Staðan er alvarlegri, staðan á Landspítalanum er alvarlegri, og þetta delta-afbrigði er óútreiknanlegra en við héldum.“ Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á Þórólf Nú er ljóst að ákvörðun um næstu aðgerðir verður kannski pólitískari en áður. Hvernig leggst það í þig og hvernig finnst þér að eigi að bregðast við þessari stöðu? „Okkur hefur gengið best þegar við höfum fylgt ráðleggingum Þórólfs sóttvarnalæknis og ég held að stjórnvöld eigi að horfa þangað þegar þau leita ráða. Ég held að þegar við tölum um að lifa með veirunni þá þurfum við að vega og meta hvernig það er gert: Þannig að krakkarnir okkar komast ekki í skóla og geti ekki lifað eðlilegu lífi eða heilbrigðiskerfið okkar geti ekki sinnt nauðsynlegum aðgerðum? Ég held að við verðum að láta almannahag ráða hér,“ segir Helga Vala. Takmarkanir séu núna í algjöru lágmarki og hægt að verja fólk betur með því að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis. „Með því að skima á landamærunum, fara í aukna grímuskyldu, tveggja metra regluna en þó þannig að skólastarf geti átt sér stað og svo eru auðvitað þessi hraðpróf sem er verið að nota víða erlendis. Ég held að það sé eitthvað sem geti hjálpað til bæði í heilbrigðiskerfinu og í skólastarfinu,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42 Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur gefið út að óvíst sé hvort hann muni leggja til ákveðnar aðgerðir að þessu sinni en núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hafa fram að þessu byggt á tillögum sóttvarnalæknis og er útlit er fyrir að ákvörðun um næstu skref verði byggð á matskenndari forsendum en áður. Í síðustu viku funduðu ráðherrar með sérfræðingum um stöðu faraldursins en síðustu daga hefur til að mynda verið leitað sjónarmiða hjá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, talsmönnum listafólks og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar. Í þeim samtölum hefur meðal annars verið kallað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd og hugað verði að því að halda atvinnulífinu og menningarstarfi gangandi. Staðan alvarlegri og óútreiknanlegri Velferðarnefnd Alþingis fundaði í dag en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, fór fram á það í síðustu viku að nefndin kæmi saman í sumarleyfi þingmanna til að fara yfir ástand faraldursins. Helga Vala sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eftir fundinn sé henni ljóst að staðan sé flóknari en hún gerði ráð fyrir. „Staðan er alvarlegri, staðan á Landspítalanum er alvarlegri, og þetta delta-afbrigði er óútreiknanlegra en við héldum.“ Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á Þórólf Nú er ljóst að ákvörðun um næstu aðgerðir verður kannski pólitískari en áður. Hvernig leggst það í þig og hvernig finnst þér að eigi að bregðast við þessari stöðu? „Okkur hefur gengið best þegar við höfum fylgt ráðleggingum Þórólfs sóttvarnalæknis og ég held að stjórnvöld eigi að horfa þangað þegar þau leita ráða. Ég held að þegar við tölum um að lifa með veirunni þá þurfum við að vega og meta hvernig það er gert: Þannig að krakkarnir okkar komast ekki í skóla og geti ekki lifað eðlilegu lífi eða heilbrigðiskerfið okkar geti ekki sinnt nauðsynlegum aðgerðum? Ég held að við verðum að láta almannahag ráða hér,“ segir Helga Vala. Takmarkanir séu núna í algjöru lágmarki og hægt að verja fólk betur með því að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis. „Með því að skima á landamærunum, fara í aukna grímuskyldu, tveggja metra regluna en þó þannig að skólastarf geti átt sér stað og svo eru auðvitað þessi hraðpróf sem er verið að nota víða erlendis. Ég held að það sé eitthvað sem geti hjálpað til bæði í heilbrigðiskerfinu og í skólastarfinu,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42 Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira
Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04