Grindavík berst mikill liðsstyrkur bæði karla- og kvennamegin Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:00 Grindavík styrkir sig fyrir komandi átök. Vísir/Bára Grindavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta. Liðið hefur fengið bæði karlkyns og kvenkyns leikmann frá Bandaríkjunum auk þess sem Spánverjinn Ivan Aurrecoechea kemur til liðsins frá Þór á Akureyri. Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira