Carmelo Anthony einn af mörgum sem sömdu við Los Angeles Lakers í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 17:01 Carmelo Anthony og LeBron James eigast við í leik Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers og það virðist vera sem James hafi þarna laumað einum brandara í eyra Melo. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Carmelo Anthony ætlar að spila með vini sínum LeBron James í Los Angeles Lakers á komandi tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira