Hvað eru þessir Píratar eiginlega? Stefán Óli Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 09:00 Ég vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í þegar ég sótti um starf hjá Pírötum í fyrra. Ég þekkti Pírata ekki neitt, ég minnist þess ekki einu sinni að hafa kosið þá, verandi fyrrverandi Verslingur og fyrrverandi formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í ofanálag. En ég ákvað samt að slá til þegar ég sá atvinnuauglýsingu frá flokknum. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst tækifæri til að starfa á bak við tjöldin á Alþingi - hvað þá á kosningavetri. Þannig að ég lét vaða. Sótti um, fór í tvö viðtöl, skilaði inn þremur verkefnum og var að endingu ráðinn. Síðan eru liðnir 11 mánuðir og ég er orðinn margs vísari um þennan sérstaka söfnuð. Þessi pistill er tilraun til að greina frá því sem ég hef lært um Pírata á þessum tíma, en lesendum er auðvitað fullkomlega frjálst að afskrifa þetta allt sem ómerkilegan kosningaáróður. Fyrir hvað standa Píratar? Ég hafði mjög óljósa hugmynd um stefnu Pírata þegar ég byrjaði. Jú, þetta væri einhver svona framtíðarflokkur sem legði áherslu á nýta tæknina og berjast gegn spillingu - en þá var það upptalið. Hverjar áherslur Píratar eru í öðrum, hefðbundnari málaflokkum var mér algjörlega hulið. Í stuttu máli eru Píratar með grunnstefnu. Hún er stutt, einföld og skiptir Pírata meira máli en maður hefði haldið. Þar er t.d. talað um nauðsyn þess að allar ákvarðanir Pírata byggi á gögnum og séu vel rökstuddar, að góðar hugmyndir séu góðar sama hvaðan þær koma, að það sé í lagi að skipta um skoðun ef forsendur breytast o.s.frv. Þá leggja Píratar mikla áherslu á svokölluð borgararéttindi, gagnsæi, beint lýðræði, að almenningur hafi góðan aðgang að upplýsingum og að fólk geti haft áhrif á ákvarðanir sem snertir það sjálft. Allar aðrar stefnur Pírata, sama hvort það er í velferðar-, loftslags- eða efnahagsmálum, þurfa síðan að vera í samræmi við þessa grunnstefnu. Píratar eru í dag með stefnu í tugum málaflokka, allt frá fiskeldi til þjóðaröryggis, sem þau munu kynna betur fyrir kosningar. Hvernig vinna Píratar? Í sannleika sagt hafði ég miklar áhyggjur af starfsandanum þegar ég sótti um hjá Pírötum. Maður hafði heyrt fregnir af því að vinnustaðasálfræðingur hafi verið kallaður til og ég óttaðist að hver höndin væri upp á móti annarri. Ég spurði sérstaklega að þessu í atvinnuviðtalinu, er hægt að vinna með þeim? Þingmaður svaraði mér játandi, samstarf þeirra væri raunar mjög gott. Píratar væru eflaust einn af fáum flokkum á þingi sem gæti hugsað sér að verja tíma saman eftir vinnu. Þau væru miklir vinir og merkilega skemmtilegur félagsskapur. Og það kom á daginn. Þau eru miklu samheldnari en ég bjóst við. Þau eru í stöðugum samskiptum, leita álits og ráðgjafar hvert hjá öðru og greiða atkvæði sín á milli um allan fjandann. Það væri oft auðveldara fyrir Pírata að vera með formann sem hefði úrskurðarvald og orð hans væru lög, en þau vilja frekar gera sér erfiðara fyrir og tala sig niður á niðurstöðu. Þetta þýðir þó ekki að Píratar séu alltaf sammála um allt, kúmbaya og allir kátir. Alls ekki. Síðan ég hóf störf hefur þingflokkurinn nokkrum sinnum tekist á, mér er minnisstætt þegar einn þingmaður bað um hlé á fundi í miðjum rökræðum þegar hann fann að skapið var að hlaupa með sig í gönur. Þetta reyndist síðan kærkomið hlé, þau hlógu að þessu og það létti andrúmsloftið áður en umræðan hélt áfram. Í slíkum aðstæðum er það grunnstefnan sem ræður að lokum. Fólk færir rök fyrir máli sínu og kemur sér svo saman um hvað sé best rökstudda leiðin áfram. Ef niðurstaðan er umdeild þurfa Pírata síðan að svara til saka fyrir grasrót flokksins. Ef þið haldið að Píratar á þingi séu kröfuharðir og spyrji margra spurninga þá ættuði að sjá grasrótina, hún heldur fólki sko á tánum. Ættirðu að kjósa Pírata? Ef þessi pistill virkar á þig sem eintóm lofrulla þá hefur mér mistekist. Ætlunin var ekki að sannfæra neinn um að kjósa Pírata, enda myndi ég bíða með þá ákvörðun þangað til að þau kynna kosningastefnuna sína. Ætlunin var frekar að veita smá innsýn í hvernig það var að koma blautur á bak við eyrun inn í öðruvísi stjórnmálaflokk. En við þau ykkar sem eruð að spá í Pírata vil ég aðeins segja: Þau eru ekki jafn galin og maður hefði haldið. Höfundur er starfsmaður þingflokks Pírata og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í þegar ég sótti um starf hjá Pírötum í fyrra. Ég þekkti Pírata ekki neitt, ég minnist þess ekki einu sinni að hafa kosið þá, verandi fyrrverandi Verslingur og fyrrverandi formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í ofanálag. En ég ákvað samt að slá til þegar ég sá atvinnuauglýsingu frá flokknum. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst tækifæri til að starfa á bak við tjöldin á Alþingi - hvað þá á kosningavetri. Þannig að ég lét vaða. Sótti um, fór í tvö viðtöl, skilaði inn þremur verkefnum og var að endingu ráðinn. Síðan eru liðnir 11 mánuðir og ég er orðinn margs vísari um þennan sérstaka söfnuð. Þessi pistill er tilraun til að greina frá því sem ég hef lært um Pírata á þessum tíma, en lesendum er auðvitað fullkomlega frjálst að afskrifa þetta allt sem ómerkilegan kosningaáróður. Fyrir hvað standa Píratar? Ég hafði mjög óljósa hugmynd um stefnu Pírata þegar ég byrjaði. Jú, þetta væri einhver svona framtíðarflokkur sem legði áherslu á nýta tæknina og berjast gegn spillingu - en þá var það upptalið. Hverjar áherslur Píratar eru í öðrum, hefðbundnari málaflokkum var mér algjörlega hulið. Í stuttu máli eru Píratar með grunnstefnu. Hún er stutt, einföld og skiptir Pírata meira máli en maður hefði haldið. Þar er t.d. talað um nauðsyn þess að allar ákvarðanir Pírata byggi á gögnum og séu vel rökstuddar, að góðar hugmyndir séu góðar sama hvaðan þær koma, að það sé í lagi að skipta um skoðun ef forsendur breytast o.s.frv. Þá leggja Píratar mikla áherslu á svokölluð borgararéttindi, gagnsæi, beint lýðræði, að almenningur hafi góðan aðgang að upplýsingum og að fólk geti haft áhrif á ákvarðanir sem snertir það sjálft. Allar aðrar stefnur Pírata, sama hvort það er í velferðar-, loftslags- eða efnahagsmálum, þurfa síðan að vera í samræmi við þessa grunnstefnu. Píratar eru í dag með stefnu í tugum málaflokka, allt frá fiskeldi til þjóðaröryggis, sem þau munu kynna betur fyrir kosningar. Hvernig vinna Píratar? Í sannleika sagt hafði ég miklar áhyggjur af starfsandanum þegar ég sótti um hjá Pírötum. Maður hafði heyrt fregnir af því að vinnustaðasálfræðingur hafi verið kallaður til og ég óttaðist að hver höndin væri upp á móti annarri. Ég spurði sérstaklega að þessu í atvinnuviðtalinu, er hægt að vinna með þeim? Þingmaður svaraði mér játandi, samstarf þeirra væri raunar mjög gott. Píratar væru eflaust einn af fáum flokkum á þingi sem gæti hugsað sér að verja tíma saman eftir vinnu. Þau væru miklir vinir og merkilega skemmtilegur félagsskapur. Og það kom á daginn. Þau eru miklu samheldnari en ég bjóst við. Þau eru í stöðugum samskiptum, leita álits og ráðgjafar hvert hjá öðru og greiða atkvæði sín á milli um allan fjandann. Það væri oft auðveldara fyrir Pírata að vera með formann sem hefði úrskurðarvald og orð hans væru lög, en þau vilja frekar gera sér erfiðara fyrir og tala sig niður á niðurstöðu. Þetta þýðir þó ekki að Píratar séu alltaf sammála um allt, kúmbaya og allir kátir. Alls ekki. Síðan ég hóf störf hefur þingflokkurinn nokkrum sinnum tekist á, mér er minnisstætt þegar einn þingmaður bað um hlé á fundi í miðjum rökræðum þegar hann fann að skapið var að hlaupa með sig í gönur. Þetta reyndist síðan kærkomið hlé, þau hlógu að þessu og það létti andrúmsloftið áður en umræðan hélt áfram. Í slíkum aðstæðum er það grunnstefnan sem ræður að lokum. Fólk færir rök fyrir máli sínu og kemur sér svo saman um hvað sé best rökstudda leiðin áfram. Ef niðurstaðan er umdeild þurfa Pírata síðan að svara til saka fyrir grasrót flokksins. Ef þið haldið að Píratar á þingi séu kröfuharðir og spyrji margra spurninga þá ættuði að sjá grasrótina, hún heldur fólki sko á tánum. Ættirðu að kjósa Pírata? Ef þessi pistill virkar á þig sem eintóm lofrulla þá hefur mér mistekist. Ætlunin var ekki að sannfæra neinn um að kjósa Pírata, enda myndi ég bíða með þá ákvörðun þangað til að þau kynna kosningastefnuna sína. Ætlunin var frekar að veita smá innsýn í hvernig það var að koma blautur á bak við eyrun inn í öðruvísi stjórnmálaflokk. En við þau ykkar sem eruð að spá í Pírata vil ég aðeins segja: Þau eru ekki jafn galin og maður hefði haldið. Höfundur er starfsmaður þingflokks Pírata og fyrrverandi blaðamaður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun