Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 20:25 Ragna mun ekki geta keyrt bíl allavega í hálft ár á meðan hún nær fullum bata eftir slysið. „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum. Rafhlaupahjól Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum.
Rafhlaupahjól Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp