Biles: Stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 12:30 Simone Biles með bronsverðlaunin sem hún fékk fyrir æfingar sínar á jafnvægisslá. getty/Laurence Griffiths Simone Biles segir að bronsverðlaunin sem hún fékk á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó séu mun sætari en bronsið sem hún vann í sömu grein á leikunum í Ríó 2016. Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira