Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eiga að hætta að gefa svona mörg „veik“ víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:30 Raheem Sterling fær ekki svona víti dæmd í ensku úrvalsdeildinni á komandi leitktíð. Hér fiskar hann vítið sem kom Englandi í úrslitaleik EM í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það voru dæmd 125 víti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en þeim mun væntanlega fækka talsvert á komandi leiktíð ef marka má fyrirmæli frá yfirmönnum dómaramála í Englandi. Það voru margar umdeildar vítaspyrnur dæmdar á síðasta tímabili í ensku deildinni enda þurfti oft ekki mikið til að fá víti. Varsjáin breytti heldur ekki þessum veikum vítum ef að það hafði verið einhver snerting. Mike Riley, yfirmaður dómaramála, hefur kannað hug leikmanna og knattspyrnustjóra og eftir þá rannsóknarvinnu hefur verið tekin sú ákvörðun að leyfa meira þegar kemur að vítaspyrnum. Það er ekki nóg að það sé bara snerting því dómarar þurfa að ákveða hvaða þýðingu hún hefur og hvort að leikmenn séu bara að nota snertinguna sem afsökun fyrir því að láta sig detta í teignum. „Það er ekki nóg að segja, já það var snerting,“ sagði Mike Riley. New guidance has been given to referees ahead of the 2021/22 campaign. We won't be seeing the kind of penalty that put England into the European Championship final... https://t.co/MJ6UVXV3By— SPORTbible (@sportbible) August 3, 2021 „Snertingin er aðeins hluti af því sem dómarar eiga að skoða. Ef þú hefur klára snertingu og afleiðingu af henni þá getur dómari dæmt víti,“ sagði Riley Á sama tíma þurfa leikmenn ekki að falla í jörðina til að fá víti samkvæmt viðtalinu við Riley. Riley tók tvö dæmi um þetta. Annars vegar vítið sem Raheem Sterling sem fékk í undanúrslitaleik EM á móti Dönum sem var veikt víti og átti aldrei að dæma en á móti voru það mistök að dæma ekki víti þegar Phil Foden var felldur á móti Southampton. Sjónvarpsáhorfendur fá heldur ekki lengur að sjá myndbandsdómara teikna rangstöðulínurnar á skjánum og línurnar verða líka þykkari. Það kom vel út á EM. „Það sem við gefum fótboltanum með því eru tuttugu mörk sem voru dæmt af á síðasta tímabili með því að nota alltof mikla nákvæmni. Það voru táneglur og nef sem voru að gera menn rangstæða. Það var kannski rangstaða á síðustu leiktíð en verður það ekki á komandi tímabili,“ sagði Mike Riley. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Það voru margar umdeildar vítaspyrnur dæmdar á síðasta tímabili í ensku deildinni enda þurfti oft ekki mikið til að fá víti. Varsjáin breytti heldur ekki þessum veikum vítum ef að það hafði verið einhver snerting. Mike Riley, yfirmaður dómaramála, hefur kannað hug leikmanna og knattspyrnustjóra og eftir þá rannsóknarvinnu hefur verið tekin sú ákvörðun að leyfa meira þegar kemur að vítaspyrnum. Það er ekki nóg að það sé bara snerting því dómarar þurfa að ákveða hvaða þýðingu hún hefur og hvort að leikmenn séu bara að nota snertinguna sem afsökun fyrir því að láta sig detta í teignum. „Það er ekki nóg að segja, já það var snerting,“ sagði Mike Riley. New guidance has been given to referees ahead of the 2021/22 campaign. We won't be seeing the kind of penalty that put England into the European Championship final... https://t.co/MJ6UVXV3By— SPORTbible (@sportbible) August 3, 2021 „Snertingin er aðeins hluti af því sem dómarar eiga að skoða. Ef þú hefur klára snertingu og afleiðingu af henni þá getur dómari dæmt víti,“ sagði Riley Á sama tíma þurfa leikmenn ekki að falla í jörðina til að fá víti samkvæmt viðtalinu við Riley. Riley tók tvö dæmi um þetta. Annars vegar vítið sem Raheem Sterling sem fékk í undanúrslitaleik EM á móti Dönum sem var veikt víti og átti aldrei að dæma en á móti voru það mistök að dæma ekki víti þegar Phil Foden var felldur á móti Southampton. Sjónvarpsáhorfendur fá heldur ekki lengur að sjá myndbandsdómara teikna rangstöðulínurnar á skjánum og línurnar verða líka þykkari. Það kom vel út á EM. „Það sem við gefum fótboltanum með því eru tuttugu mörk sem voru dæmt af á síðasta tímabili með því að nota alltof mikla nákvæmni. Það voru táneglur og nef sem voru að gera menn rangstæða. Það var kannski rangstaða á síðustu leiktíð en verður það ekki á komandi tímabili,“ sagði Mike Riley.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira