Bíó og sjónvarp

Að­eins ár í frum­sýningu sjón­varps­þáttanna um Hringa­dróttins­sögu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hæer má sjá persónu úr þáttunum horfa í átt að Minas Tirith, höfuðborg Gondor.
Hæer má sjá persónu úr þáttunum horfa í átt að Minas Tirith, höfuðborg Gondor. Twitter

Nýir sjónvarpsþættir byggðir á Hringadróttinssögu eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien verða sýndir í september á næsta ári. Þættirnir verða sýndir á streymisveitu Amazon, Amazon Prime, og er nú langri bið senn á enda.

Tilkynnt var um gerð þáttanna árið 2017 og hófust tökur í febrúar 2020. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Amazon Prime þann 2. september 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amazon á decider.com í gær. Tilkynningunni fylgdi mynd sem gefur til kynna við hverju er að búast í nýju þáttunum. Í forgrunni má sjá hetju, umvafða hvítri skikkju, og borgina Minas Tirith, höfuðborg Gondor, í bakgrunni.

Staðfest hefur verið af aðstandendum þáttanna að þeir gerast þúsundum ára áður en saga Fróða Bagga og föruneytisins hefst.

Þegar þættirnir hefja göngu sína mun einn þáttur koma út vikulega á Amazon Prime. Þá hefur þegar verið tilkynnt að önnur sería verði gerð af þáttunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.