Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:01 Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Breiðabliks á Víkingi. vísir/hafliði breiðfjörð Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. „Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30