Hafði varla snert eldavél en deilir nú uppskriftum með þúsundum fylgjenda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:48 Tinna Þorradóttir hefur vaxið og dafnað á samfélagsmiðlum síðan hún byrjaði með förðunarblogg árið 2014. Tinna Þorradóttir Förðunarfræðingurinn Tinna Þorradóttir var með þeim fyrstu til þess að hleypa fólki inn í líf sitt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Fjöldi fylgjenda horfði á förðunarmyndbönd sem hún tók inni í herbergi þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Í dag er Tinna verðandi tveggja barna móðir og hefur slegið í gegn fyrir uppskriftir sem hún deilir á Instagram og TikTok. „Ég var búin að vera horfa á mjög mikið af förðunarmyndböndum á YouTube og fékk alveg þvílíkan áhuga á því. Vinkonur mínar höfðu alveg áhuga á þessu líka en ekki á sama stigi og ég. Þannig mér fannst ég ekki alveg ná að uppfylla þörfinni sem ég hafði fyrir að tjá mig um þetta áhugamál.“ Þannig lýsir Tinna upphafinu af feril sínum á samfélagsmiðlum en hún opnaði í kjölfarið förðunarblogg árið 2014 þar sem hún sýndi farðanir og fjallaði um snyrtivörur. Hún hafði þó litlar væntingar og hafði aðallega hugsað sér bloggið fyrir vini og aðra sem höfðu sama brennandi áhuga á förðun og hún. Tinna tók svo afdrifaríka ákvörðun í ársbyrjun 2015 þegar hún skráði sig í förðunarnám í Reykjavík Makeup School. Eftir útskrift ákvað hún að opna aðgang á Snapchat og var hún á meðal þeirra fyrstu til þess að gera það. Tinna var með þeim fyrstu til þess að vera með opinn aðgang á Snapchat, en þar sýndi hún fyrst og fremst farðanir.Tinna Þorradóttir Með þeim fyrstu til þess að opna líf sitt á Snapchat „Ég opnaði þennan aðgang með það í huga að sýna frá förðunum sem síðan vatt fljótlega upp á sig og breyttist bara í eitthvað svona lífsstíls-snap. Ég myndi segja að þar hafi þetta sprungið svolítið út. Ég var svona með þeim fyrstu til þess að vera með opinn aðgang þarna inni og fólk einhvern veginn addaði bara öllum sem voru með opið Snapchat.“ Á þessum tímapunkti var hún ekki með nein sérstök framtíðarplön á samfélagsmiðlum. Hún framleiddi efni af einskærum áhuga og hafði hún litla hugmynd um það hvernig hlutirnir ættu eftir að þróast. „Þetta var bara mín þörf fyrir að tjá mig um mitt aðal áhugamál á þessum tíma. Ég var ekkert búin að hugsa að einn daginn myndi ég fá einhverjar tekjur út úr þessu. Ég var bara að mála mig og spjalla um förðun og í kjölfarið fór fólk að sýna mínu lífi áhuga. Þetta var svona í fyrsta skipti sem fólk var að byrja komast inn í líf fólks og geta fylgst með því hvað aðrir væru að gera dagsdaglega.“ Tinna var komin með gríðarlega stóran fylgjendahóp sem samanstóð að mestu leyti af stelpum á aldrinum 13 til 17 ára. Hún hafði verið að prófa sig áfram í þó nokkur ár á miðlinum Instagram þegar hún ákvað að færa sig alfarið þangað yfir í ársbyrjun 2019. „Instagram er mikið þægilegri og aðgengilegri miðill. Fólk getur skoðað hvað þú ert að gera og tekið ákvörðun út frá því um að fylgja þér. Mér fannst einhvern veginn skemmtilegra að vinna á Instagram og eins og staðan er núna eru bara sárafáir ennþá á Snapchat.“ Tinna útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School árið 2015.Tinna Þorradóttir „Ég hafði varla snert eldavél“ Hún segir að munurinn á miðlunum liggi aðallega í því hversu vel hún undirbýr efnið sem hún setur inn. Áður fyrr setti hún efnið oftast inn samstundis, en hún segir að á Instagram sé meira svigrúm til þess að hugsa hlutina til enda og vinna efnið áður en það er sett inn. Tinna eignaðist sitt fyrsta barn árið 2018 og þegar hún var í fæðingarorlofi bauðst henni verkefni sem fólst í því að auglýsa matvörur á Instagram síðu sinni. „Ég hafði í raun aldrei eldað neitt. Ég hafði ekki steikt hakk á pönnu þangað til ég byrjaði að búa. Ég hafði varla snert eldavél.“ Hún ákvað að taka verkefninu og prófa sig áfram og segir hún það hafa vakið mikla lukku meðal fylgjenda. Í dag er markhópur Tinnu á aldrinum 18 til 35 ára og hafa margir fylgjendur fylgt henni alveg síðan hún byrjaði að sýna farðanir á Snapchat og má því segja að þeir hafi fullorðnast með henni. Tinnu bauðst verkefni árið 2018 sem fólst í því að auglýsa mat. Fyrir það segist hún varla hafa snert eldavél.Tinna Þorradóttir Var smeyk við TikTok vegna neikvæðninnar „Ég hef í rauninni bara verið að byggja þetta upp frá því ég tók fyrsta matartengda samstarfinu. Til að byrja með var ég bara að sýna frá mat svona inn á milli en í dag reyni ég að setja inn allavega eitt eða tvö matartengd „story“ í viku, sama hvort það er samstarf eða ekki.“ Vinsældir samfélagsmiðilsins TikTok hafa vart farið framhjá neinum. Tinna byrjaði sjálf að fylgjast með á TikTok árið 2020 en var smeyk við að setja inn efni þangað sjálf vegna neikvæðra ummæla sem eru algeng þar inni. Hún setti sér þó það markmið árið 2021 að taka af skarið. „Strax í byrjun janúar ákvað ég að pósta fyrsta myndbandinu og þetta er svo skemmtilegt. Ég ákvað bara að byrja prófa mig áfram en ég sé strax ákveðið mynstur í því hvað virkar þarna inni og hvað það er sem fólk vill sjá.“ Tinna segir að TikTok sé frábær vettvangur fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri þar sem miðillinn geti aukið sýnileika fólks umtalsvert. Tinna eldar mikið af grænkeramat og hafa kjötlausir mánudagar orðið að föstum lið hjá henni.Tinna Þorradóttir „Það gerist allt miklu hraðar á TikTok“ „Að koma sér inn á TikTok er mjög sterkt og sérstaklega að vera með þeim fyrstu inn. Það er rosalega sniðugt fyrir fyrirtæki að koma sér þangað inn. Á hálfu ári á TikTok er ég komin með fylgjendafjölda sem hefði tekið mig miklu lengri tíma á Instagram. Það gerist allt miklu hraðar á TikTok. Trendin koma og maður þarf að vera svo fljótur að hoppa á vagninn ef maður ætlar að vera með.“ Hún segir þó að neikvæð ummæli séu algeng á TikTok. Sjálf hikar hún ekki við að eyða slíkum ummælum ef þau hafa engan tilgang. Hún segir neikvæð ummæli fljót að vinda upp á sig. Ef einhver einn byrji með leiðindi séu aðrir fljótir að fylgja eftir og því sé best að eyða slíkum ummælum strax. Tinnu finnst gaman að prófa sig áfram og sækir helst innblástur á samfélagsmiðlum eða á veitingastöðum. „Ef ég fer út að borða þá finnst mér gaman að panta mér rétt sem ég hef kannski prófað að gera sjálf heima og get þá borið saman og betrumbætt. Í dag er mesti innblásturinn samt á TikTok og Instagram. Ég vista alltaf bara það sem mér finnst spennandi og þegar mig vantar hugmyndir þá leita ég þangað.“ Tinna segist fá mikinn innblástur þegar hún fer á veitingastaði.Tinna Þorradóttir Draumur að gefa út uppskriftabók Í maí á þessu ári ákvað Tinna að taka áhugamálið lengra og opnaði hún matarblogg. Þar er að finna fjölmargar uppskriftir, þar á meðal grænmetisuppskriftir. Hún hafði byrjað með fastan lið á Instagram sem kallaðist „Meatless Monday“ eða kjötlaus mánudagur, sem sló rækilega í gegn, og hefur grænmetisfæðið fylgt henni að miklu leyti síðan. „Það er svo auðvelt að gera góðan grænmetismat og mér finnst svo gaman að geta opnað augun á fólki. Því fólk sér oft ekkert út fyrir sinn eigin ramma, ég hef alveg komist að því sjálf.“ Í dag eru rúmlega 11 þúsund manns að fylgja Tinnu á Instagram og rúmlega 5 þúsund á TikTok þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið þar inni í nokkra mánuði. Tinna segist ekki vera með mikil framtíðarplön á samfélagsmiðlum. Hún er í skrifstofustarfi og sinnir miðlunum til hliðar þegar hún hefur tíma. „Það væri algjör draumur að gefa út uppskriftabók einn daginn. Ég hef alveg hugsað út í það en það er ekkert nema draumur eins og staðan er núna.“ Tinna er ólétt af sínu öðru barni, en síðasta haust opnaði hún sig um fósturmissi.Tinna Þorradóttir „Hefði fundist skrítið að fara í gegnum þetta án þess að deila því á samfélagsmiðlum“ Tinna er ólétt af sínu öðru barni sem væntanlegt er í september, en í október á síðasta ári opnaði hún sig um fósturmissi við fylgjendur sína. „Ég komst að því að ég væri ólétt í lok september 2020 og bara mikil tilhlökkun og mjög spennt vegna þess að þetta var bara algjörlega á plani hjá okkur,“ segir Tinna en fyrir á hún hinn þriggja ára gamla Birni með kærasta sínum Stefáni. „Síðan svona þremur vikum eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá byrjaði að blæða. Ég fer til kvensjúkdómalæknis og þá kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur í barninu. Ég hafði ekki einu sinni pælt í því að þetta væri möguleiki. Þetta var bara mjög mikið sjokk.“ Tinna deildi fósturlátinu nánast strax með fylgjendum sínum og segir hún það hafa hjálpað sér mikið í sorgarferlinu að hafa talað opinskátt um missinn alveg frá upphafi. Hún hafði haldið einskonar dagbók í formi myndbanda alveg frá því að hún komst að óléttunni og þangað til hún missti fóstrið - sem hún deildi á Instagram-reikningi sínum. „Ég er bara það opin með allt svona að mér fannst bara ekkert annað í stöðunni. Mér hefði bara fundist skrítið að fara í gegnum þetta án þess að deila því á samfélagsmiðlum. Það var alls ekki planið að opna einhverja umræðu, heldur var þetta bara til þess að sýna fylgjendum mínum sem höfðu lent í því sama að þeir væru ekki einir.“ Tinna er gengin 32 vikur á leið og vonast til þess að geta dundað sér á samfélagsmiðlum í fæðingarorlofinu.Tinna Þorradóttir „Ef allir myndu bara halda þessu fyrir sig, þá myndum við aldrei vita af hver annarri“ Hún segist mæla með því við alla sem verða fyrir fósturmissi að opna sig við einhvern, þó það þurfi ekki endilega að vera á samfélagsmiðlum. Konur upplifi sig gjarnan einar í þessum aðstæðum, þegar raunin er sú að fjölmargar konur hafa misst fóstur en margar hverjar haldið því leyndu. „Ég fékk sendar reynslusögur frá svo mörgum, bæði vinkonum sem höfðu aldrei sagt frá og síðan bara ókunnugum. Mér þótti svo vænt um það og það gerir svo rosalega mikið fyrir mann að segja svona frá. Ef allir myndu bara halda þessu fyrir sig, þá myndum við aldrei vita af hver annarri.“ Það liðu þó ekki nema sex mánuðir þar til Tinna tilkynnti að hún væri orðin ólétt aftur. Hún deildi öðru myndbandi þar sem hún hafði tekið upp ferlið frá fósturmissinum og þar til hún fékk jákvæðar niðurstöður á óléttu prófi aftur. Það að vera opin hefur skilað Tinnu miklum vinsældum og á hún dyggan fylgjendahóp sem styður hana í einu og öllu. Hún hefur alltaf verið einlæg og hrá við sína fylgjendur. Vísir fjallaði til dæmis um það árið 2015 þegar Tinna opnaði sig um það að hafa átt í flóknu sambandi við töluna á vigtinni. Tinna segir það þó aldrei hafa verið meðvitaða ákvörðun að opna umræður heldur gerist það bara náttúrulega. Hún segist vera afar róleg týpa að eðlisfari og reyni aldrei að þvinga neitt. „Ég er aldrei að reyna að vera neitt annað en bara ég sjálf og ég held að það sjáist bara langar leiðir,“ segir Tinna. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Tinnu er hægt að finna hana á Instagram, TikTok og tinnath.is. Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
„Ég var búin að vera horfa á mjög mikið af förðunarmyndböndum á YouTube og fékk alveg þvílíkan áhuga á því. Vinkonur mínar höfðu alveg áhuga á þessu líka en ekki á sama stigi og ég. Þannig mér fannst ég ekki alveg ná að uppfylla þörfinni sem ég hafði fyrir að tjá mig um þetta áhugamál.“ Þannig lýsir Tinna upphafinu af feril sínum á samfélagsmiðlum en hún opnaði í kjölfarið förðunarblogg árið 2014 þar sem hún sýndi farðanir og fjallaði um snyrtivörur. Hún hafði þó litlar væntingar og hafði aðallega hugsað sér bloggið fyrir vini og aðra sem höfðu sama brennandi áhuga á förðun og hún. Tinna tók svo afdrifaríka ákvörðun í ársbyrjun 2015 þegar hún skráði sig í förðunarnám í Reykjavík Makeup School. Eftir útskrift ákvað hún að opna aðgang á Snapchat og var hún á meðal þeirra fyrstu til þess að gera það. Tinna var með þeim fyrstu til þess að vera með opinn aðgang á Snapchat, en þar sýndi hún fyrst og fremst farðanir.Tinna Þorradóttir Með þeim fyrstu til þess að opna líf sitt á Snapchat „Ég opnaði þennan aðgang með það í huga að sýna frá förðunum sem síðan vatt fljótlega upp á sig og breyttist bara í eitthvað svona lífsstíls-snap. Ég myndi segja að þar hafi þetta sprungið svolítið út. Ég var svona með þeim fyrstu til þess að vera með opinn aðgang þarna inni og fólk einhvern veginn addaði bara öllum sem voru með opið Snapchat.“ Á þessum tímapunkti var hún ekki með nein sérstök framtíðarplön á samfélagsmiðlum. Hún framleiddi efni af einskærum áhuga og hafði hún litla hugmynd um það hvernig hlutirnir ættu eftir að þróast. „Þetta var bara mín þörf fyrir að tjá mig um mitt aðal áhugamál á þessum tíma. Ég var ekkert búin að hugsa að einn daginn myndi ég fá einhverjar tekjur út úr þessu. Ég var bara að mála mig og spjalla um förðun og í kjölfarið fór fólk að sýna mínu lífi áhuga. Þetta var svona í fyrsta skipti sem fólk var að byrja komast inn í líf fólks og geta fylgst með því hvað aðrir væru að gera dagsdaglega.“ Tinna var komin með gríðarlega stóran fylgjendahóp sem samanstóð að mestu leyti af stelpum á aldrinum 13 til 17 ára. Hún hafði verið að prófa sig áfram í þó nokkur ár á miðlinum Instagram þegar hún ákvað að færa sig alfarið þangað yfir í ársbyrjun 2019. „Instagram er mikið þægilegri og aðgengilegri miðill. Fólk getur skoðað hvað þú ert að gera og tekið ákvörðun út frá því um að fylgja þér. Mér fannst einhvern veginn skemmtilegra að vinna á Instagram og eins og staðan er núna eru bara sárafáir ennþá á Snapchat.“ Tinna útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School árið 2015.Tinna Þorradóttir „Ég hafði varla snert eldavél“ Hún segir að munurinn á miðlunum liggi aðallega í því hversu vel hún undirbýr efnið sem hún setur inn. Áður fyrr setti hún efnið oftast inn samstundis, en hún segir að á Instagram sé meira svigrúm til þess að hugsa hlutina til enda og vinna efnið áður en það er sett inn. Tinna eignaðist sitt fyrsta barn árið 2018 og þegar hún var í fæðingarorlofi bauðst henni verkefni sem fólst í því að auglýsa matvörur á Instagram síðu sinni. „Ég hafði í raun aldrei eldað neitt. Ég hafði ekki steikt hakk á pönnu þangað til ég byrjaði að búa. Ég hafði varla snert eldavél.“ Hún ákvað að taka verkefninu og prófa sig áfram og segir hún það hafa vakið mikla lukku meðal fylgjenda. Í dag er markhópur Tinnu á aldrinum 18 til 35 ára og hafa margir fylgjendur fylgt henni alveg síðan hún byrjaði að sýna farðanir á Snapchat og má því segja að þeir hafi fullorðnast með henni. Tinnu bauðst verkefni árið 2018 sem fólst í því að auglýsa mat. Fyrir það segist hún varla hafa snert eldavél.Tinna Þorradóttir Var smeyk við TikTok vegna neikvæðninnar „Ég hef í rauninni bara verið að byggja þetta upp frá því ég tók fyrsta matartengda samstarfinu. Til að byrja með var ég bara að sýna frá mat svona inn á milli en í dag reyni ég að setja inn allavega eitt eða tvö matartengd „story“ í viku, sama hvort það er samstarf eða ekki.“ Vinsældir samfélagsmiðilsins TikTok hafa vart farið framhjá neinum. Tinna byrjaði sjálf að fylgjast með á TikTok árið 2020 en var smeyk við að setja inn efni þangað sjálf vegna neikvæðra ummæla sem eru algeng þar inni. Hún setti sér þó það markmið árið 2021 að taka af skarið. „Strax í byrjun janúar ákvað ég að pósta fyrsta myndbandinu og þetta er svo skemmtilegt. Ég ákvað bara að byrja prófa mig áfram en ég sé strax ákveðið mynstur í því hvað virkar þarna inni og hvað það er sem fólk vill sjá.“ Tinna segir að TikTok sé frábær vettvangur fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri þar sem miðillinn geti aukið sýnileika fólks umtalsvert. Tinna eldar mikið af grænkeramat og hafa kjötlausir mánudagar orðið að föstum lið hjá henni.Tinna Þorradóttir „Það gerist allt miklu hraðar á TikTok“ „Að koma sér inn á TikTok er mjög sterkt og sérstaklega að vera með þeim fyrstu inn. Það er rosalega sniðugt fyrir fyrirtæki að koma sér þangað inn. Á hálfu ári á TikTok er ég komin með fylgjendafjölda sem hefði tekið mig miklu lengri tíma á Instagram. Það gerist allt miklu hraðar á TikTok. Trendin koma og maður þarf að vera svo fljótur að hoppa á vagninn ef maður ætlar að vera með.“ Hún segir þó að neikvæð ummæli séu algeng á TikTok. Sjálf hikar hún ekki við að eyða slíkum ummælum ef þau hafa engan tilgang. Hún segir neikvæð ummæli fljót að vinda upp á sig. Ef einhver einn byrji með leiðindi séu aðrir fljótir að fylgja eftir og því sé best að eyða slíkum ummælum strax. Tinnu finnst gaman að prófa sig áfram og sækir helst innblástur á samfélagsmiðlum eða á veitingastöðum. „Ef ég fer út að borða þá finnst mér gaman að panta mér rétt sem ég hef kannski prófað að gera sjálf heima og get þá borið saman og betrumbætt. Í dag er mesti innblásturinn samt á TikTok og Instagram. Ég vista alltaf bara það sem mér finnst spennandi og þegar mig vantar hugmyndir þá leita ég þangað.“ Tinna segist fá mikinn innblástur þegar hún fer á veitingastaði.Tinna Þorradóttir Draumur að gefa út uppskriftabók Í maí á þessu ári ákvað Tinna að taka áhugamálið lengra og opnaði hún matarblogg. Þar er að finna fjölmargar uppskriftir, þar á meðal grænmetisuppskriftir. Hún hafði byrjað með fastan lið á Instagram sem kallaðist „Meatless Monday“ eða kjötlaus mánudagur, sem sló rækilega í gegn, og hefur grænmetisfæðið fylgt henni að miklu leyti síðan. „Það er svo auðvelt að gera góðan grænmetismat og mér finnst svo gaman að geta opnað augun á fólki. Því fólk sér oft ekkert út fyrir sinn eigin ramma, ég hef alveg komist að því sjálf.“ Í dag eru rúmlega 11 þúsund manns að fylgja Tinnu á Instagram og rúmlega 5 þúsund á TikTok þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið þar inni í nokkra mánuði. Tinna segist ekki vera með mikil framtíðarplön á samfélagsmiðlum. Hún er í skrifstofustarfi og sinnir miðlunum til hliðar þegar hún hefur tíma. „Það væri algjör draumur að gefa út uppskriftabók einn daginn. Ég hef alveg hugsað út í það en það er ekkert nema draumur eins og staðan er núna.“ Tinna er ólétt af sínu öðru barni, en síðasta haust opnaði hún sig um fósturmissi.Tinna Þorradóttir „Hefði fundist skrítið að fara í gegnum þetta án þess að deila því á samfélagsmiðlum“ Tinna er ólétt af sínu öðru barni sem væntanlegt er í september, en í október á síðasta ári opnaði hún sig um fósturmissi við fylgjendur sína. „Ég komst að því að ég væri ólétt í lok september 2020 og bara mikil tilhlökkun og mjög spennt vegna þess að þetta var bara algjörlega á plani hjá okkur,“ segir Tinna en fyrir á hún hinn þriggja ára gamla Birni með kærasta sínum Stefáni. „Síðan svona þremur vikum eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá byrjaði að blæða. Ég fer til kvensjúkdómalæknis og þá kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur í barninu. Ég hafði ekki einu sinni pælt í því að þetta væri möguleiki. Þetta var bara mjög mikið sjokk.“ Tinna deildi fósturlátinu nánast strax með fylgjendum sínum og segir hún það hafa hjálpað sér mikið í sorgarferlinu að hafa talað opinskátt um missinn alveg frá upphafi. Hún hafði haldið einskonar dagbók í formi myndbanda alveg frá því að hún komst að óléttunni og þangað til hún missti fóstrið - sem hún deildi á Instagram-reikningi sínum. „Ég er bara það opin með allt svona að mér fannst bara ekkert annað í stöðunni. Mér hefði bara fundist skrítið að fara í gegnum þetta án þess að deila því á samfélagsmiðlum. Það var alls ekki planið að opna einhverja umræðu, heldur var þetta bara til þess að sýna fylgjendum mínum sem höfðu lent í því sama að þeir væru ekki einir.“ Tinna er gengin 32 vikur á leið og vonast til þess að geta dundað sér á samfélagsmiðlum í fæðingarorlofinu.Tinna Þorradóttir „Ef allir myndu bara halda þessu fyrir sig, þá myndum við aldrei vita af hver annarri“ Hún segist mæla með því við alla sem verða fyrir fósturmissi að opna sig við einhvern, þó það þurfi ekki endilega að vera á samfélagsmiðlum. Konur upplifi sig gjarnan einar í þessum aðstæðum, þegar raunin er sú að fjölmargar konur hafa misst fóstur en margar hverjar haldið því leyndu. „Ég fékk sendar reynslusögur frá svo mörgum, bæði vinkonum sem höfðu aldrei sagt frá og síðan bara ókunnugum. Mér þótti svo vænt um það og það gerir svo rosalega mikið fyrir mann að segja svona frá. Ef allir myndu bara halda þessu fyrir sig, þá myndum við aldrei vita af hver annarri.“ Það liðu þó ekki nema sex mánuðir þar til Tinna tilkynnti að hún væri orðin ólétt aftur. Hún deildi öðru myndbandi þar sem hún hafði tekið upp ferlið frá fósturmissinum og þar til hún fékk jákvæðar niðurstöður á óléttu prófi aftur. Það að vera opin hefur skilað Tinnu miklum vinsældum og á hún dyggan fylgjendahóp sem styður hana í einu og öllu. Hún hefur alltaf verið einlæg og hrá við sína fylgjendur. Vísir fjallaði til dæmis um það árið 2015 þegar Tinna opnaði sig um það að hafa átt í flóknu sambandi við töluna á vigtinni. Tinna segir það þó aldrei hafa verið meðvitaða ákvörðun að opna umræður heldur gerist það bara náttúrulega. Hún segist vera afar róleg týpa að eðlisfari og reyni aldrei að þvinga neitt. „Ég er aldrei að reyna að vera neitt annað en bara ég sjálf og ég held að það sjáist bara langar leiðir,“ segir Tinna. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Tinnu er hægt að finna hana á Instagram, TikTok og tinnath.is.
Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira