Körfubolti

Bandaríkjamenn rúlluðu yfir Tékka og tryggðu sig áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag vísir/Getty

Bandaríska landsliðið í körfubolta er komið áfram úr riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir öruggan sigur á Tékkum í dag.

Reyndar höfðu Tékkar yfirhöndina til að byrja með og leiddu leikinn eftir fyrsta leikhluta, 18-25.

Í öðrum leikhluta rönkuðu bandarísku stjörnurnar við sér og staðan í leikhléi 47-43, Bandaríkjunum í vil.

Í seinni hálfleik tóku Bandaríkjamenn svo öll völd á vellinum og hreinlega rúlluðu yfir Tékkana. Fór að lokum svo að Bandaríkin unnu 35 stiga sigur, 119-84.

Með sigrinum tryggði bandaríska liðið sér áfram í 8-liða úrslit leikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×