Aron Kristjáns vann Dag á Ólympíuleikunum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 07:00 Aron Kristjánsson fagnar sigri með leikmönnum sínum í Barein í leikslok. AP/Pavel Golovkin Barein vann tveggja marka sigur á Japan, 32-30, í handboltakeppni Ólympíuleikanna í nótt og fagnaði þar sem fyrsta sigri sínum á leikunum en bæði lið voru búin að tapa þremur fyrstu leikjum sínum. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, stýrði sínum mönnum þar með til sögulegs sigurs en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ólympíuleikum. Mohamed Ahmed og Husain Alsayyad skoruðu báðir sjö mörk í leiknum. Olympic debutants Bahrain secure an historic first Games win as they defeat Japan after a close battle #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/w10AjQ2EEn— International Handball Federation (@ihf_info) July 30, 2021 Lið Barein hafði tapað tveimur leikjum á mótinu með einu marki en núna höfðu strákarnir hans Arons taugarnar til að klára leikinn. Lærisveinar Dags í japanska liðinu töpuðu hins vegar fjórða leiknum í röð og eiga litla sem enga möguleika á því að komast áfram á leikunum sem eru vonbrigði fyrir heimamenn. Barein á aftur á móti enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum en þá þurfa strákarnir hans Arons að vinna Egypta í lokaleiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Japanar voru betri í fyrri hálfleik, náðu meðal annars 4-0 spretti, voru 9-7 yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leiddu að lokum með einu marki í hálfleik, 17-16. Tatsuki Yoshino fór á kostum í liði Japan í fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Barein tók frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks og var komið 23-21 yfir eftir níu mínútna leik. Japanir gáfu ekkert aftir og tókst að komast aftur yfir í 26-25 þegar tólf mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Mohamed Ali, markvörður Barein, sem hafði lítið sem ekkert getað allan leikinn varði þrisvar sinnum á síðustu fimm mínútum sem skipti sköpum. Barein svaraði með þremur mörkum í röð, sigldi aftur fram úr og vann tveggja marka sigur. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, stýrði sínum mönnum þar með til sögulegs sigurs en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ólympíuleikum. Mohamed Ahmed og Husain Alsayyad skoruðu báðir sjö mörk í leiknum. Olympic debutants Bahrain secure an historic first Games win as they defeat Japan after a close battle #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/w10AjQ2EEn— International Handball Federation (@ihf_info) July 30, 2021 Lið Barein hafði tapað tveimur leikjum á mótinu með einu marki en núna höfðu strákarnir hans Arons taugarnar til að klára leikinn. Lærisveinar Dags í japanska liðinu töpuðu hins vegar fjórða leiknum í röð og eiga litla sem enga möguleika á því að komast áfram á leikunum sem eru vonbrigði fyrir heimamenn. Barein á aftur á móti enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum en þá þurfa strákarnir hans Arons að vinna Egypta í lokaleiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Japanar voru betri í fyrri hálfleik, náðu meðal annars 4-0 spretti, voru 9-7 yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leiddu að lokum með einu marki í hálfleik, 17-16. Tatsuki Yoshino fór á kostum í liði Japan í fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Barein tók frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks og var komið 23-21 yfir eftir níu mínútna leik. Japanir gáfu ekkert aftir og tókst að komast aftur yfir í 26-25 þegar tólf mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Mohamed Ali, markvörður Barein, sem hafði lítið sem ekkert getað allan leikinn varði þrisvar sinnum á síðustu fimm mínútum sem skipti sköpum. Barein svaraði með þremur mörkum í röð, sigldi aftur fram úr og vann tveggja marka sigur.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira