Misvísandi skilaboð frá ferðaþjónustunni valda furðu Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 13:41 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði um síðustu helgi að rauður litur myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir greinina og þjóðarbúið allt en í dag skiptir þetta litakóðunarkerfi litlu sem engu máli. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, taldi fyrir fáeinum dögum það öllu skipta að Ísland yrði ekki rautt en nú er skiptir það engu máli. Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent