Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 07:19 Talið er að skjálftinn hafi fundist víða nálægt upptökum hans. Bandaríska jarðvísindastofnunin Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira