Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 29. júlí 2021 08:00 Ég gæti sagt frá barni sem var gert að kynferðislegu viðfangi fullorðins manns þegar það var tveggja og hálfs árs. Þetta unga barn upplifði fullkomið valdleysi gagnvart honum sem ákvað að svala fýsnum sínum og nota barnslíkama til þess. Það er ekki leggjandi á tæplega þriggja ára stelpu að nafngreina þann karl sem þó var hvorki nákominn aðili né þjóðþekktur. Þetta litla stúlkubarn var alveg rofið frá minni sjálfsmynd í fjörutíu ár, hún var einhver önnur og hana skorti orðaforða til að tjá örvæntinguna og óttann sem líkaminn gat ekki gleymt. Varnarleysið var læst í taugakerfið, sársaukinn hjúpaður inn í vefi líffæra sem voru enn að þroskast, óyrt skömmin kölkuð inn í beinin, samofin við myndina af mér í veröldinni. Sem krakki þótti ég utan við mig, fannst gott að dvelja í eigin vídd „dreaming of mercy street, wear your inside out“. Þegar ég horfi til baka virðist bernska mín lituð hugrofi, sjálfvirku ráði að aftengja vitund og líkama til að horfa á lífið í háskerpu en úr fjarlægð. Sekt þessa manns verður aldrei sönnuð, æra hans þarf því heldur enga upprisu. Ég velti því samt fyrir mér hvernig réttlæti fyrir þetta litla barn myndi líta út. Ég stökk út úr bíl frá öðrum manni þá um 10 ára aldur en slapp ekki 14, 15, 16 og 17 ára við kynferðislega áreitni og ofbeldi af hendi fullorðinna karla. Kynferði þeirra var saumað sikksakk með valdníðsluspori við kynferði mitt. Frá sjö ára aldri bjó ég við ofríki og marserandi tilfinningaofbeldi fullorðins karlmanns á heimilinu sem tengdist mér ekki blóðböndum en fjölskylduböndum. Sem fullorðin kona bjó ég með karlmanni sem beitti mig líkamlegu ofbeldi og kúgun. Þegar ég skildi þörf hans til að yfirbuga mig brast eitthvað með holu hljóði innra með mér. Ég kærði en ákæruvaldið taldi sök hans vera fyrnda og engin vitni voru að kynferðisofbeldi. Þegar ég sagði frá ógninni sem mitt eigið barn þurfti að þola vegna framferðis föður síns, var því tekið sem hverri annarri óhlýðni við umboðsvald ríkisins. Ég var skylduð með úrskurðarvaldi til að senda barnið í aðstæðurnar sem við höfðum flúið. Það var kvenmaður sem í krafti stofnanavalds refsaði barninu fyrir óhlýðni móður þess og réttlætti það með vísan til íslenskra barnalaga. Það var fyrst þá sem mér lærðist hversu ráðandi hún er í okkar menningarvitund, sú trú að karlmönnum sé eðlislægt að beita ofbeldi sem ekki ætti að hamla. Sú trú að það sé hlutverk kvenna og barna að bera þungann af þessu ofbeldi í þágu samfélagsins. Réttur barns til verndar og kynferðislegrar friðhelgi Áratugum eftir að ég var lítið barn segir tveggja og hálfs árs gamalt barn móður sinni frá óeðlilegri hegðun föður síns gagnvart sér. Móðirin leitar strax til barnaverndar og farið er með barnið á spítala þar sem hún er skoðuð af barnalækni og kvensjúkdómalækni. Við skoðun fundust ekki áverkar á líkama stúlkunnar, sýni reynast eðlileg en í niðurstöðu læknisskoðunar er áréttað: „Rétt er að taka fram að eðlileg líkamsskoðun og ræktunarniðurstöður útiloka ekki kynferðisafbrot“. Barnaverndarnefnd tekur málið upp eftir að leikskóli tilkynnir um frásögn stúlkunnar af ógnandi hegðun föður og lögð er fram kæra um kynferðisbrot af hálfu umönnunaraðila til lögreglu. Þriggja ára gömul, þegar hún er talin hafa aldur til, hefur þetta litla barn stöðu brotaþola gagnvart föður sínum. Barnið segir frá hvað pabbi hennar gerði en líka hvað hann gerði ekki sem gerir framburð hennar mjög skilmerkilegan. Hún veit að pabbi hennar má ekki meiða hana og segir í samtali við nákominn aðila „hann má það ekki ég á klobbann minn sjálf“. Það dylst engum sem kynnir sér framburð barnsins fyrir dómi í Barnahúsi að eitthvað mjög alvarlegt brot átti sér stað í einveru með föður. Þó að málinu hafi verið vísað frá og rannsókn hætt með fyrirvara, eins og nánast undantekningarlaust er gert þegar sakamál byggjast á framburði þriggja ára barns, þá liggur eðli málsins alveg ljóst fyrir, fyrir þá sem vilja horfast í augu við sannleikann. En í forsjárhæfnimati vegna forsjármáls foreldra stúlkunnar fyrir héraðsdómi árum síðar, er staðhæft að hvorki hafi komið fram vísbendingar um misferli föður í læknisskoðun eða viðtölum við stúlkuna í Barnahúsi og þess vegna hafi málið hjá lögreglu verið látið niður falla. Að því gefnu dregur dómkvaddur matsmaður þá ályktun að byggja megi matið á þeirri forsendu að faðirinn „sé saklaus af þessum ásökunum“. Þar með kemur hann bæði sjálfum sér og dómara hjá því að meta áhrif hegðunar föður á líðan barnsins. Þegar skoðað er hvernig fjallað er um mál stúlkunnar í fjölskyldurétti, sést að í héraðsdómi var vilji hennar ekki kannaður og í Landsrétti var ekki farið að vilja hennar varðandi óskir um samvistir með móður, jafnvel þó hún hafi þá náð þeim aldri sem almennt er talinn nægilegur til að afstaða barns sé lögð til grundvallar dómi. Eftir að Landsréttur tók við sem áfrýjunardómstóll árið 2018 fékk æðsta dómstigið nýtt hlutverk sem réttarskapandi dómstóll en Hæstiréttur hefur í nokkrum sambærilegum dæmum byggt á vilja barna í ákvörðun sinni. Meðal annars var í mars 2020 staðfestur dómur héraðsdóms yfir foreldrum sem sviptir voru forsjá tveggja barna sinna. Vilji barnanna er þar látinn ráða miklu en ekki síður er veigamikið að lagt er til grundvallar í Hæstarétti að ekki ráði úrslitum í málinu þó faðir barnanna hafi verið sýknaður fyrir kynferðisbrot sem ætlað var að hann hefði framið gegn þeim. Þannig er staðfest, samkvæmt dóminum, að sú staðreynd að viðkomandi hafi ekki verið dæmdur fyrir brot gegn barni komi ekki í veg fyrir að vilji barnanna eða ótti við manninn sé látinn ráða niðurstöðunni. Samkvæmt þessu fríar niðurstaða máls í refsikerfinu, vegna ætlaðra ofbeldisbrota foreldris, ekki dómara í sifjaréttarmálum frá því að horfa til vilja og réttar barnsins til verndar. Von stúlkunnar liggur nú í áheyrnarbeiðni til Hæstaréttar og því að æðsta dómsvald landsins muni sjá til þess að á hana verði hlustað. Réttarkerfið viðheldur tortryggni í garð þolenda ofbeldis Alþjóð veit að Ísland trónir á toppi „World Economic Forum’s Global Gender Gap Report“ þó flest bendi til að hér sé mun hættulegra að vera kona en þetta orðspor gefur til kynna. Jafnréttis vísitalan mælir ekki þætti sem tengjast öryggi og því réttlæti sem íslenskar konur búa við og lýsir þar af leiðandi hvorki útbreiðslu kynbundins ofbeldis né því hvernig réttarkerfið mætir brotaþolum. Níu konur, brotaþolar nauðgana, heimilisofbeldis og kynferðislegrar áreitni hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Dómstóllinn krefur nú íslenska ríkið svara vegna fjögurra þeirra og hefur nýverið einnig ákveðið að taka til efnismeðferðar tvö mál sem Nara Walkerlagði fyrir dómstólinn. Nara telur íslenska ríkið hvorki hafa rannsakað nægilega kærur um ítrekað heimilisofbeldi gegn henni, né tekið mið af þeim við rannsókn sakamáls þar sem hún var sakborningur og bar við sjálfsvörn. Ríkið kann einnig að hafa brotið gegn jafnræðisreglu Mannréttindasáttmálans ef staðfest verður að Nara hafi verið látin bera halla af því í málsmeðferðinni að hún er kona og af erlendum uppruna. Rangsnúin fjandsemi réttarkerfisins í garð mæðra sem greina frá ofbeldishegðun feðra er ekki síður áberandi í málum er varða forsjá og umgengni barna. Í dómsgögnum í áðurnefndu forsjármáli liggur fyrir, auk gruns um kynferðisbrot gegn barninu, rökstuddur grunur um ofbeldi föður gagnvart móður að barni þeirra viðstöddu og merki um valdníðslu og hótanir hans í samskiptum við móður til þessa dags. Dómur yfir föður vegna fíkniefna- og vopnalagabrots er einnig skjalfestur í málinu. Í kjölfar skilnaðar leitaði móðir stúlkunnar sér læknisaðstoðar eftir ráðleggingum lögreglu, þá er áverkum lýst eftir ætlaðar tvær líkamsárásir barnsföðurins sama dag: „Aðrir og ótilgreindir yfirborðsáverkar á hálsi, mar á mjóbaki og mjaðmagrind, mar á læri, yfirborðsáverki á höfði hluti ótilgreindur.“ Í læknabréfi kemur fram að dóttirin varð vitni að atburðunum og að hún hafi rætt við lögreglu. Þremur árum síðar er áverkum móðurinnar lýst í vottorði frá bráðamóttöku eftir að barnsfaðirinn sat fyrir henni, að sögn hrinti henni svo hún skall með höfuðið á vegg og tók hana hálstaki. Dóttir þeirra varð óbeint vitni að þessari árás einnig, en maðurinn flúði af vettvangi þegar íbúar í húsinu komu þar að. Barnið hefur endurtekið lýst ótta sínum gagnvart hegðun föður við barnaverndaryfirvöld en ekkert af framansögðu virðast dómstólar telja að hafi áhrif á barnið. Í dag fara foreldrar með sameiginlega forsjá en faðir hefur stöðu lögheimilisforeldris. Áföll í samskiptum mæðgnanna við föðurinn reyndust móðurinni þungbær sem leiddi til þess að hún kaus að leita sér hjálpar vegna áfengisvanda árið 2016. Barnið dvaldi því um tíma hjá ömmu sinni og afa en faðirinn hafði eftir lögreglurannsókn gefið frá sér forsjá barnsins til móður og hafði til þessa einungis hitt barnið undir eftirliti. Lögmaður móðurinnar leit samt svo á að henni væri nauðugur kostur í stöðunni að gera dómssátt við barnsföðurinn um sameiginlega forsjá og lögheimili barnsins tímabundið og tjáði henni að annars myndi Barnavernd Reykjavíkur taka barnið af henni. Þegar fram leið og pabbinn sveik sáttina í krafti lögheimilisvaldsins og hindraði að umgengni færi fram við móður, leitaði móðirin aftur til sama lögmanns sem nú taldi brýnast að ráðleggja henni að minnast ekki framar á meint ofbeldi föðurins gagnvart barninu. Það var lögfræðingurinn María Júlía Rúnarsdóttir, sem í dag starfar sem fulltrúi fjölskyldusviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem ráðlagði móðurinni með þessum hætti og skrifaði undir umrædda dómssátt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd hennar. Árið 2018 fór móðirin fram á jafna umgengni hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hann hafnaði því að úrskurða í málinu á þeim grunni að í gildi væri sú dómssátt sem lögmaður móður María Júlía hafði áður smíðað, en á þessum tíma var hún orðin starfsmaður sýslumanns. Sem löglærð hefur María helst getið sér orð fyrir að vera einn ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi (e. Parental Alienation Syndrome, PAS) sem gengur út frá því að ásakanir um ofbeldi föður gegn barni, bornar upp af barni eða móður þess, séu nánast alltaf falskar. Þessi alræmda kvenhaturs kenning sem fræðimenn hafa sett í flokk ruslvísinda og hefur verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum fékk samnefnara við „tálmun á umgengni“ í meistaraprófsritgerð Maríu Júlíu í lögfræði árið 2009. Eru lögmenn leikarar og varðmenn valdbeitingar? Alþjóðasamfélagið telur að ofbeldi gegn konum í nánum samböndum sé ekki gefið nægilegt vægi í réttarákvörðun þjóðríkja um forsjá og umgengni. Hegðun réttarkerfanna afhjúpar undirliggjandi mismunun gegn konum og hvernig skaðlegar staðalímyndir eru notaðar gegn þeim í málum barna þeirra. Árið 2020 birti breska dómsmálaráðuneytið skýrslu sem viðurkennir að fjölskylduréttur þar í landi sé ófær um að vernda börn, að ráðandi hugmyndir um eindreginn rétt barnsins til að umgangast báða foreldra sína (e. pro- contact ideology) stofni börnum ofbeldishættu. Í viðtali við Karlmennskuna fyrr á árinu spurði ég þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Símon Sigvaldason hvort hann telji að sönnunarbyrði refsiréttar eigi við í forsjármálum þar sem saga er um ofbeldi föður gegn barni eða nákomnum, en viðkomandi hefur ekki endilega verið ákærður eða dæmdur fyrir brotin. Símon taldi að ekki væri gerlegt að svara spurningunni en eins og hér hefur komið fram hefur Hæstiréttur Íslands þegar svarað sömu spurningu efnislega neitandi. Ummæli dómarans í þessu samhengi voru truflandi: "Við eigum mörg dæmi um menn sem eru ofbeldismenn og hafa fengið marga dóma fyrir ofbeldisbrot, bara slæm ofbeldisbrot en þeir eru dásamlegir feður. Þegar kemur að barninu þeirra þá bara einfaldlega kemur annar persónuleiki út." Símon „grimmi“ , dómarinn sem innan lögmannastéttar er helst rómaður fyrir hátt sakfellingarhlutfall í sakamálum virðist umburðarlyndur gagnvart ofbeldishegðun feðra forsjármálum. Í dómsskjölum fjölskylduréttar má greina hvernig íhaldssömu orðfæri er beitt til að lýsa heimilisofbeldi og afskrifa með því eða afsaka ofbeldishegðun geranda. Orðalag eins og „stormasamt samband“, „erjur á milli foreldra“ og „togstreita á milli foreldra“ dregur upp ranga mynd af heimilisofbeldi sem deilu á milli jafningja og að ofbeldi sé afleiðing af erfiðum en gagnkvæmum samskiptum. Þetta leiðir jafnan til þess að þolendur eru gerðir ábyrgir fyrir ofbeldishegðun gerandans. Tilmæli dóma verða eftir því óraunhæf og þolendum heimilisofbeldis oft til frekara tjóns. Raunveruleikinn í heimilisofbeldismálum er samkvæmt lögreglu sá, að oftast er um að ræða brot maka eða fyrrum maka þar sem annar aðilinn beitir hinn ofbeldi. Gerendur eru í allt að 83% tilvika karlar og þolendur eru gjarnan fleiri en gerendur, þar sem börn eru raunverulegir þolendur á vettvangi þó ofbeldinu sé ekki beint að þeim. Mýtukennd viðhorf sem endurspegla þolendaskömmun og skrímslavæðingu gagnvart gerendum finnast auðvitað innan lögmannastéttarinnar eins og í öðrum lögum samfélagsins. Í viðtali sem birtist í Pressunni árið 1993 og ber yfirskriftina „Lögmenn eru leikarar“ dró Örn Clausen hæstaréttarlögmaður sakhæfi kynferðisbrotamanna í efa á grunni þess að þeir hljóti í eðli sínu að vera frábrugðnir öðrum mönnum: Ég held að einhvers konar brenglun sé aðalskýringin. Það segir sig sjálft að það er eitthvað bogið við mann sem fer að eiga kynferðislega við börn - hvað þá sín eigin börn. Hann er ekki heilbrigður og mjög vafasamt að hann sé í raun sakhæfur. Um kynferðisofbeldi karla gegn konum hér á landi segir hann: „Ef við lítum á skemmtistaði á Íslandi og sjáum hvernig lauslætið grasserar — hvernig kvenfólkið hegðar sér — þá sést að það er eitthvað bogið við menn sem þurfa að beita ofbeldi til að hafa sitt fram“. Viðhorf Arnar, sem helst fann að Stígamótum vegna gagnrýni samtakanna á lágt ákæruhlutfall í kynferðisbrotamálum, var ekki í samræmi við raunveruleika brotaþola kynferðisofbeldis árið 1993. Það sama verður þá einnig sagt um viðhorf Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns til kynferðisbrotamála árið 2015: „Ég held að réttarkerfið á Íslandi í kynferðisbrotamálum, að það virki mjög vel. Sérstaklega fyrir brotaþola. Það er mikil og opin umræða um kynferðisbrotamál á Íslandi. Og raunar alltof mikil á köflum, að mínu mati.” Það er tæplega burðugt að halda því fram að réttarkerfið „virki mjög vel“ fyrir brotaþola þegar um 83% nauðgunarmála sem koma inn á borð lögreglu eru felld niður í kerfinu. Réttarstaða brotaþola á Íslandi er veik í samanburði við hin Norðurlöndin og við rekum lestina hvað það varðar ásamt Dönum. Hér eru brotaþolar kynferðisofbeldis í jaðarstöðu í eigin málum en takmörkuð aðkoma þeirra að málsmeðferðinni getur komið í veg fyrir að sakamálin séu eins vel upplýst og kostur er. Vilhjálmur lögmaður er mögulega líkt og Örn Clausen var, talsmaður viðhorfa fortíðar en eins og flestum er kunnugt hefur hann kosið að beita kröftum sínum við að leggja mönnum lið sem sjálfir telja sig hafa hagsmuni af því að draga úr opinni umræðu um kynferðisbrot gegn konum og börnum. Meiðyrðamál hafa vissulega haslað sér völl sem kúgunartæki þeirra sem vilja þagga niður í umræðunni um kynbundið ofbeldi, en nýleg dómaframkvæmd dómstóla ber með sér að réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi kunni að vera mjög sterkur. Ákall íslensku #MeToo hreyfingarinnar er ekki krafa um sérstaka ívilnun frammi fyrir lögum, en er krafa um að þær skekkjur í réttarhefðinni séu leiðréttar sem setja meinta gerendur í hlutverk fórnarlambsins og gera þeim kleift að notadómstóla sem vopn gegn brotaþolum sínum. Sumir karlar beita börnin sín kynferðisofbeldi Mörg þeirra sem sagt hafa frá sinni reynslu í samfélagslegum hríðum síðustu vikur, voru á barnsaldri þegar brotið var á þeim fyrst. Samkvæmt lögreglu eru algengustu kynferðisbrotin hér á landi nauðgun og kynferðisofbeldi gegn börnum en allt að því 98% grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eru karlar. Sú tilhneiging að afskrifa kerfisbundið frásagnir barna og kvenna af ofbeldi lýsir einna helst forræðishyggjunni sem ríkir gagnvart þeim. Í vestrænni menningu hafa neikvæðar staðalmyndir af konum sem sögðu frá nauðgun eða kynferðisofbeldi gegn börnum haft yfir sér fræðimannslegan blæ órofið að minnsta kosti frá árinu 1880. En hugtakið „hystería“ sem eingöngu var notað um konur, lýsti geðveiki kvenna sem ásökuðu menn um ofbeldi. Ein mesta kvenhaturskenning samtímans, áðurnefnd kenning um tálmun á umgengni sem „foreldrafirringarheilkenni“ fær einmitt vægi sitt beint úr þessari gömlu mýtu um vitfirrtar konur sem ljúga upp kynferðisofbeldi á barnsfeður sína í forsjármálum. Ástæða þess að þeir sem beita börn kynferðisofbeldi komast oft svo auðveldlega upp með það eru sennilega ekki bara aldagamlar staðalmyndir af óstapílum mæðrum sem ljúga upp á karla ofbeldi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er fyrir flestum hryllilegt tilhugsunar og afneitun veitir fólki tilfinningalegt skjól frá vitneskjunni um það sem kann að hafa gerst. Þannig á fólk það til að grípa hvað sem er á lofti til að staðfesta vantrú sína á ljótan verknað. Þess vegna er kynferðisbrot föður gegn barni sínu algengara en flestir vilja leiða hugann að. Heimildaþáttaserían Allen v Farrow (2021) varpar skýru ljósi á hvernig vestræn nútímasamfélög hygla meintum gerendum ofbeldis, þagga niður í börnum og ófrægja og stimpla mæður sem vænisjúkar og ruglaðar sem greina frá ofbeldi. Þau almennu viðbrögð fólks í gegnum tíðina að kjósa að trúa Woody Allen en ekki barni sem sagði frá kynferðisofbeldi, fjalla ekki bara um dálæti fólks á listamanninum Woody Allen. Narratívan sem leikstjórinn hefur sjálfur haldið uppi í áratugi, um að yfirvöld hafi hreinsað hann af allri ásökun um kynferðisbrot gegn 7 ára dóttur sinni Dylan Farrow, er ekki bara röng heldur hefur haft mikil áhrif á hvernig allur hinn vestræni heimur bregst við þegar barn segir frá kynferðisbroti föður. Það rétta er að bæði fulltrúi barnaverndaryfirvalda og saksóknari í málinu trúðu frásögn barnsins og töldu nægar sannanir komnar fram til að hefja réttarrannsókn á meintum kynferðisbrotum Allen. Þeir sem þekktu atvik mála trúðu frásögn barnsins en almenningur trúði hinum dáða Woody Allen. Mál Dylan Farrow segir ekki bara söguna af afneitun umheimsins á ofbeldi feðra gegn börnum sínum, heldur hvernig börn eru gerð að peðum í stærra stríði gegn konum. Í viðtali við tímaritið Elle árið 2018 staðfestir Ronan Farrow hvernig móðir hans, Mia Farrow var ein af þeim fjölmörgu konum sem þoldi dæmigerða ófrægingarherferð manna sem ásakaðir eru um ofbeldi: „She’s nuts, she’s jealous’ is an old and thin deflection tactic in child abuse cases”. En Allen var á þeim tíma áhrifamikill í Hollywood og hafði greiða leið til að miðla sínum áróðri gegn barnsmóður sinni. Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli Átakanleg frásögn hinnar 81 árs gömlu Clare Devlin af kynferðisofbeldi föður síns frá því hún var 7 ára gömul, afhjúpar grimmilegt skeytingarleysi nauðgunarmenningar gagnvart lífi barna. Seinna á lífsleiðinni var það kvenfrelsisbaráttan sem opnaði augu Clare fyrir sammannlegri þjáningu þolenda kynferðisofbeldis í barnæsku: „the feelings of terror and nothingness, not knowing where or who I am, no peace, total chaos”. Faðir hennar, Patrick Devlin hæstaréttardómari sem á sínum tíma hafði mikil mótandi áhrif á réttarhugsun í Bretlandi, reyndist hallur undir pólitískar hugmyndir manna sem upphófu sifjaspell sem réttmæta leið elítunnar til að viðhalda hreinum kynstofni feðraveldisins. Gildi mannfrelsis hafa risið hátt á tímum feðraveldis en hafa verið brotin á bak aftur með sálfræðihernaði valdbeitingar. Það hvernig einföldum valdeflandi boðskap Jesú frá Nasaret var umbreytt í andhverfu sína með stigveldi kirkjunnar er nærtækt dæmi um það. Massíf ofbeldis- og klámvæðing á kynlífi var mótbylting sömu hefðar í kjölfar kynfrelsisbyltingar sjötta og sjöunda áratugarins. En þetta sundrandi afl valdbeitingarmenningar er ekki náttúrulögmál þó það sé vissulega ef fram horfir fyrirboði bæði endaloka mannkyns og lífríkis jarðar með tilheyrandi þjáningu. Í bók sinni, The Chalice and the Blade(1987) rekur Riane Eisler sögu vestrænnar menningar frá forsögulegum tíma til mögulegrar framtíðar og greinir þau undirliggjandi öfl sem móta annars fjölbreytta menningu. Eisler sýnir með sannfærandi hætti næstum gleymda menningarheima sem störfuðu farsællega með siðferði samyrkju, samvinnu, umhyggju og stuðningi án karlægra yfirráða (e. partnership culture). Þetta var siðmenning sem tilbað sköpunarkraft náttúrunnar, gyðjuna miklu, lífið og fóstrandi eiginleika alheimsins og var í blóma 7.000 árum til 3.000 árum fyrir Krist. Þróun þessara friðsælu samfélaga tók snarpan viðsnúning með innrás herskárra þjóðflokka sem störfuðu á grunni yfirráða karla, með valdi og ótta (e. dominator culture). Stjórnskipulagi var komið á yfir árþúsundin með siðmenningu sem dýrkaði banvænan mátt hnífsblaðsins, dýrkaði valdið til að yfirbuga og taka líf, tilbað sína eigin sjálfsmynd og máttinn til að viðhalda karllægum yfirráðum. Ísland hefur náð markverðum framförum á sviði velferðar og jafnréttis en þrátt fyrir það er viðnám valdbeitingarmenningar ráðandi afl þegar á reynir. Eina pólitíska hugmyndafræðin sem býður þessu stjórnskipulagi birginn með róttækum hætti er auðvitað femínismi. Öll önnur stjórnmálahugmyndafræði hefur til þessa dags, leynt eða ljóst viðhaldið drottnunarsálfræði feðraveldisins með forræðishyggju, andrókrasíu eða „bro“ menningu. Ákall #MeToo hreyfingarinnar og femínískra aktívista eftir réttlæti fyrir hönd brotaþola ofbeldis er réttmæt ögrun við undirliggjandi valdbeitingarmenningu. Án þess að ráðast að rótum hennar erum við dæmd til að endurskapa í sífellu eyðileggjandi afleiðingar hennar fyrir okkur öll. Höfundur er aktívisti og talskona samtakanna Líf án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég gæti sagt frá barni sem var gert að kynferðislegu viðfangi fullorðins manns þegar það var tveggja og hálfs árs. Þetta unga barn upplifði fullkomið valdleysi gagnvart honum sem ákvað að svala fýsnum sínum og nota barnslíkama til þess. Það er ekki leggjandi á tæplega þriggja ára stelpu að nafngreina þann karl sem þó var hvorki nákominn aðili né þjóðþekktur. Þetta litla stúlkubarn var alveg rofið frá minni sjálfsmynd í fjörutíu ár, hún var einhver önnur og hana skorti orðaforða til að tjá örvæntinguna og óttann sem líkaminn gat ekki gleymt. Varnarleysið var læst í taugakerfið, sársaukinn hjúpaður inn í vefi líffæra sem voru enn að þroskast, óyrt skömmin kölkuð inn í beinin, samofin við myndina af mér í veröldinni. Sem krakki þótti ég utan við mig, fannst gott að dvelja í eigin vídd „dreaming of mercy street, wear your inside out“. Þegar ég horfi til baka virðist bernska mín lituð hugrofi, sjálfvirku ráði að aftengja vitund og líkama til að horfa á lífið í háskerpu en úr fjarlægð. Sekt þessa manns verður aldrei sönnuð, æra hans þarf því heldur enga upprisu. Ég velti því samt fyrir mér hvernig réttlæti fyrir þetta litla barn myndi líta út. Ég stökk út úr bíl frá öðrum manni þá um 10 ára aldur en slapp ekki 14, 15, 16 og 17 ára við kynferðislega áreitni og ofbeldi af hendi fullorðinna karla. Kynferði þeirra var saumað sikksakk með valdníðsluspori við kynferði mitt. Frá sjö ára aldri bjó ég við ofríki og marserandi tilfinningaofbeldi fullorðins karlmanns á heimilinu sem tengdist mér ekki blóðböndum en fjölskylduböndum. Sem fullorðin kona bjó ég með karlmanni sem beitti mig líkamlegu ofbeldi og kúgun. Þegar ég skildi þörf hans til að yfirbuga mig brast eitthvað með holu hljóði innra með mér. Ég kærði en ákæruvaldið taldi sök hans vera fyrnda og engin vitni voru að kynferðisofbeldi. Þegar ég sagði frá ógninni sem mitt eigið barn þurfti að þola vegna framferðis föður síns, var því tekið sem hverri annarri óhlýðni við umboðsvald ríkisins. Ég var skylduð með úrskurðarvaldi til að senda barnið í aðstæðurnar sem við höfðum flúið. Það var kvenmaður sem í krafti stofnanavalds refsaði barninu fyrir óhlýðni móður þess og réttlætti það með vísan til íslenskra barnalaga. Það var fyrst þá sem mér lærðist hversu ráðandi hún er í okkar menningarvitund, sú trú að karlmönnum sé eðlislægt að beita ofbeldi sem ekki ætti að hamla. Sú trú að það sé hlutverk kvenna og barna að bera þungann af þessu ofbeldi í þágu samfélagsins. Réttur barns til verndar og kynferðislegrar friðhelgi Áratugum eftir að ég var lítið barn segir tveggja og hálfs árs gamalt barn móður sinni frá óeðlilegri hegðun föður síns gagnvart sér. Móðirin leitar strax til barnaverndar og farið er með barnið á spítala þar sem hún er skoðuð af barnalækni og kvensjúkdómalækni. Við skoðun fundust ekki áverkar á líkama stúlkunnar, sýni reynast eðlileg en í niðurstöðu læknisskoðunar er áréttað: „Rétt er að taka fram að eðlileg líkamsskoðun og ræktunarniðurstöður útiloka ekki kynferðisafbrot“. Barnaverndarnefnd tekur málið upp eftir að leikskóli tilkynnir um frásögn stúlkunnar af ógnandi hegðun föður og lögð er fram kæra um kynferðisbrot af hálfu umönnunaraðila til lögreglu. Þriggja ára gömul, þegar hún er talin hafa aldur til, hefur þetta litla barn stöðu brotaþola gagnvart föður sínum. Barnið segir frá hvað pabbi hennar gerði en líka hvað hann gerði ekki sem gerir framburð hennar mjög skilmerkilegan. Hún veit að pabbi hennar má ekki meiða hana og segir í samtali við nákominn aðila „hann má það ekki ég á klobbann minn sjálf“. Það dylst engum sem kynnir sér framburð barnsins fyrir dómi í Barnahúsi að eitthvað mjög alvarlegt brot átti sér stað í einveru með föður. Þó að málinu hafi verið vísað frá og rannsókn hætt með fyrirvara, eins og nánast undantekningarlaust er gert þegar sakamál byggjast á framburði þriggja ára barns, þá liggur eðli málsins alveg ljóst fyrir, fyrir þá sem vilja horfast í augu við sannleikann. En í forsjárhæfnimati vegna forsjármáls foreldra stúlkunnar fyrir héraðsdómi árum síðar, er staðhæft að hvorki hafi komið fram vísbendingar um misferli föður í læknisskoðun eða viðtölum við stúlkuna í Barnahúsi og þess vegna hafi málið hjá lögreglu verið látið niður falla. Að því gefnu dregur dómkvaddur matsmaður þá ályktun að byggja megi matið á þeirri forsendu að faðirinn „sé saklaus af þessum ásökunum“. Þar með kemur hann bæði sjálfum sér og dómara hjá því að meta áhrif hegðunar föður á líðan barnsins. Þegar skoðað er hvernig fjallað er um mál stúlkunnar í fjölskyldurétti, sést að í héraðsdómi var vilji hennar ekki kannaður og í Landsrétti var ekki farið að vilja hennar varðandi óskir um samvistir með móður, jafnvel þó hún hafi þá náð þeim aldri sem almennt er talinn nægilegur til að afstaða barns sé lögð til grundvallar dómi. Eftir að Landsréttur tók við sem áfrýjunardómstóll árið 2018 fékk æðsta dómstigið nýtt hlutverk sem réttarskapandi dómstóll en Hæstiréttur hefur í nokkrum sambærilegum dæmum byggt á vilja barna í ákvörðun sinni. Meðal annars var í mars 2020 staðfestur dómur héraðsdóms yfir foreldrum sem sviptir voru forsjá tveggja barna sinna. Vilji barnanna er þar látinn ráða miklu en ekki síður er veigamikið að lagt er til grundvallar í Hæstarétti að ekki ráði úrslitum í málinu þó faðir barnanna hafi verið sýknaður fyrir kynferðisbrot sem ætlað var að hann hefði framið gegn þeim. Þannig er staðfest, samkvæmt dóminum, að sú staðreynd að viðkomandi hafi ekki verið dæmdur fyrir brot gegn barni komi ekki í veg fyrir að vilji barnanna eða ótti við manninn sé látinn ráða niðurstöðunni. Samkvæmt þessu fríar niðurstaða máls í refsikerfinu, vegna ætlaðra ofbeldisbrota foreldris, ekki dómara í sifjaréttarmálum frá því að horfa til vilja og réttar barnsins til verndar. Von stúlkunnar liggur nú í áheyrnarbeiðni til Hæstaréttar og því að æðsta dómsvald landsins muni sjá til þess að á hana verði hlustað. Réttarkerfið viðheldur tortryggni í garð þolenda ofbeldis Alþjóð veit að Ísland trónir á toppi „World Economic Forum’s Global Gender Gap Report“ þó flest bendi til að hér sé mun hættulegra að vera kona en þetta orðspor gefur til kynna. Jafnréttis vísitalan mælir ekki þætti sem tengjast öryggi og því réttlæti sem íslenskar konur búa við og lýsir þar af leiðandi hvorki útbreiðslu kynbundins ofbeldis né því hvernig réttarkerfið mætir brotaþolum. Níu konur, brotaþolar nauðgana, heimilisofbeldis og kynferðislegrar áreitni hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Dómstóllinn krefur nú íslenska ríkið svara vegna fjögurra þeirra og hefur nýverið einnig ákveðið að taka til efnismeðferðar tvö mál sem Nara Walkerlagði fyrir dómstólinn. Nara telur íslenska ríkið hvorki hafa rannsakað nægilega kærur um ítrekað heimilisofbeldi gegn henni, né tekið mið af þeim við rannsókn sakamáls þar sem hún var sakborningur og bar við sjálfsvörn. Ríkið kann einnig að hafa brotið gegn jafnræðisreglu Mannréttindasáttmálans ef staðfest verður að Nara hafi verið látin bera halla af því í málsmeðferðinni að hún er kona og af erlendum uppruna. Rangsnúin fjandsemi réttarkerfisins í garð mæðra sem greina frá ofbeldishegðun feðra er ekki síður áberandi í málum er varða forsjá og umgengni barna. Í dómsgögnum í áðurnefndu forsjármáli liggur fyrir, auk gruns um kynferðisbrot gegn barninu, rökstuddur grunur um ofbeldi föður gagnvart móður að barni þeirra viðstöddu og merki um valdníðslu og hótanir hans í samskiptum við móður til þessa dags. Dómur yfir föður vegna fíkniefna- og vopnalagabrots er einnig skjalfestur í málinu. Í kjölfar skilnaðar leitaði móðir stúlkunnar sér læknisaðstoðar eftir ráðleggingum lögreglu, þá er áverkum lýst eftir ætlaðar tvær líkamsárásir barnsföðurins sama dag: „Aðrir og ótilgreindir yfirborðsáverkar á hálsi, mar á mjóbaki og mjaðmagrind, mar á læri, yfirborðsáverki á höfði hluti ótilgreindur.“ Í læknabréfi kemur fram að dóttirin varð vitni að atburðunum og að hún hafi rætt við lögreglu. Þremur árum síðar er áverkum móðurinnar lýst í vottorði frá bráðamóttöku eftir að barnsfaðirinn sat fyrir henni, að sögn hrinti henni svo hún skall með höfuðið á vegg og tók hana hálstaki. Dóttir þeirra varð óbeint vitni að þessari árás einnig, en maðurinn flúði af vettvangi þegar íbúar í húsinu komu þar að. Barnið hefur endurtekið lýst ótta sínum gagnvart hegðun föður við barnaverndaryfirvöld en ekkert af framansögðu virðast dómstólar telja að hafi áhrif á barnið. Í dag fara foreldrar með sameiginlega forsjá en faðir hefur stöðu lögheimilisforeldris. Áföll í samskiptum mæðgnanna við föðurinn reyndust móðurinni þungbær sem leiddi til þess að hún kaus að leita sér hjálpar vegna áfengisvanda árið 2016. Barnið dvaldi því um tíma hjá ömmu sinni og afa en faðirinn hafði eftir lögreglurannsókn gefið frá sér forsjá barnsins til móður og hafði til þessa einungis hitt barnið undir eftirliti. Lögmaður móðurinnar leit samt svo á að henni væri nauðugur kostur í stöðunni að gera dómssátt við barnsföðurinn um sameiginlega forsjá og lögheimili barnsins tímabundið og tjáði henni að annars myndi Barnavernd Reykjavíkur taka barnið af henni. Þegar fram leið og pabbinn sveik sáttina í krafti lögheimilisvaldsins og hindraði að umgengni færi fram við móður, leitaði móðirin aftur til sama lögmanns sem nú taldi brýnast að ráðleggja henni að minnast ekki framar á meint ofbeldi föðurins gagnvart barninu. Það var lögfræðingurinn María Júlía Rúnarsdóttir, sem í dag starfar sem fulltrúi fjölskyldusviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem ráðlagði móðurinni með þessum hætti og skrifaði undir umrædda dómssátt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd hennar. Árið 2018 fór móðirin fram á jafna umgengni hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hann hafnaði því að úrskurða í málinu á þeim grunni að í gildi væri sú dómssátt sem lögmaður móður María Júlía hafði áður smíðað, en á þessum tíma var hún orðin starfsmaður sýslumanns. Sem löglærð hefur María helst getið sér orð fyrir að vera einn ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi (e. Parental Alienation Syndrome, PAS) sem gengur út frá því að ásakanir um ofbeldi föður gegn barni, bornar upp af barni eða móður þess, séu nánast alltaf falskar. Þessi alræmda kvenhaturs kenning sem fræðimenn hafa sett í flokk ruslvísinda og hefur verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum fékk samnefnara við „tálmun á umgengni“ í meistaraprófsritgerð Maríu Júlíu í lögfræði árið 2009. Eru lögmenn leikarar og varðmenn valdbeitingar? Alþjóðasamfélagið telur að ofbeldi gegn konum í nánum samböndum sé ekki gefið nægilegt vægi í réttarákvörðun þjóðríkja um forsjá og umgengni. Hegðun réttarkerfanna afhjúpar undirliggjandi mismunun gegn konum og hvernig skaðlegar staðalímyndir eru notaðar gegn þeim í málum barna þeirra. Árið 2020 birti breska dómsmálaráðuneytið skýrslu sem viðurkennir að fjölskylduréttur þar í landi sé ófær um að vernda börn, að ráðandi hugmyndir um eindreginn rétt barnsins til að umgangast báða foreldra sína (e. pro- contact ideology) stofni börnum ofbeldishættu. Í viðtali við Karlmennskuna fyrr á árinu spurði ég þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Símon Sigvaldason hvort hann telji að sönnunarbyrði refsiréttar eigi við í forsjármálum þar sem saga er um ofbeldi föður gegn barni eða nákomnum, en viðkomandi hefur ekki endilega verið ákærður eða dæmdur fyrir brotin. Símon taldi að ekki væri gerlegt að svara spurningunni en eins og hér hefur komið fram hefur Hæstiréttur Íslands þegar svarað sömu spurningu efnislega neitandi. Ummæli dómarans í þessu samhengi voru truflandi: "Við eigum mörg dæmi um menn sem eru ofbeldismenn og hafa fengið marga dóma fyrir ofbeldisbrot, bara slæm ofbeldisbrot en þeir eru dásamlegir feður. Þegar kemur að barninu þeirra þá bara einfaldlega kemur annar persónuleiki út." Símon „grimmi“ , dómarinn sem innan lögmannastéttar er helst rómaður fyrir hátt sakfellingarhlutfall í sakamálum virðist umburðarlyndur gagnvart ofbeldishegðun feðra forsjármálum. Í dómsskjölum fjölskylduréttar má greina hvernig íhaldssömu orðfæri er beitt til að lýsa heimilisofbeldi og afskrifa með því eða afsaka ofbeldishegðun geranda. Orðalag eins og „stormasamt samband“, „erjur á milli foreldra“ og „togstreita á milli foreldra“ dregur upp ranga mynd af heimilisofbeldi sem deilu á milli jafningja og að ofbeldi sé afleiðing af erfiðum en gagnkvæmum samskiptum. Þetta leiðir jafnan til þess að þolendur eru gerðir ábyrgir fyrir ofbeldishegðun gerandans. Tilmæli dóma verða eftir því óraunhæf og þolendum heimilisofbeldis oft til frekara tjóns. Raunveruleikinn í heimilisofbeldismálum er samkvæmt lögreglu sá, að oftast er um að ræða brot maka eða fyrrum maka þar sem annar aðilinn beitir hinn ofbeldi. Gerendur eru í allt að 83% tilvika karlar og þolendur eru gjarnan fleiri en gerendur, þar sem börn eru raunverulegir þolendur á vettvangi þó ofbeldinu sé ekki beint að þeim. Mýtukennd viðhorf sem endurspegla þolendaskömmun og skrímslavæðingu gagnvart gerendum finnast auðvitað innan lögmannastéttarinnar eins og í öðrum lögum samfélagsins. Í viðtali sem birtist í Pressunni árið 1993 og ber yfirskriftina „Lögmenn eru leikarar“ dró Örn Clausen hæstaréttarlögmaður sakhæfi kynferðisbrotamanna í efa á grunni þess að þeir hljóti í eðli sínu að vera frábrugðnir öðrum mönnum: Ég held að einhvers konar brenglun sé aðalskýringin. Það segir sig sjálft að það er eitthvað bogið við mann sem fer að eiga kynferðislega við börn - hvað þá sín eigin börn. Hann er ekki heilbrigður og mjög vafasamt að hann sé í raun sakhæfur. Um kynferðisofbeldi karla gegn konum hér á landi segir hann: „Ef við lítum á skemmtistaði á Íslandi og sjáum hvernig lauslætið grasserar — hvernig kvenfólkið hegðar sér — þá sést að það er eitthvað bogið við menn sem þurfa að beita ofbeldi til að hafa sitt fram“. Viðhorf Arnar, sem helst fann að Stígamótum vegna gagnrýni samtakanna á lágt ákæruhlutfall í kynferðisbrotamálum, var ekki í samræmi við raunveruleika brotaþola kynferðisofbeldis árið 1993. Það sama verður þá einnig sagt um viðhorf Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns til kynferðisbrotamála árið 2015: „Ég held að réttarkerfið á Íslandi í kynferðisbrotamálum, að það virki mjög vel. Sérstaklega fyrir brotaþola. Það er mikil og opin umræða um kynferðisbrotamál á Íslandi. Og raunar alltof mikil á köflum, að mínu mati.” Það er tæplega burðugt að halda því fram að réttarkerfið „virki mjög vel“ fyrir brotaþola þegar um 83% nauðgunarmála sem koma inn á borð lögreglu eru felld niður í kerfinu. Réttarstaða brotaþola á Íslandi er veik í samanburði við hin Norðurlöndin og við rekum lestina hvað það varðar ásamt Dönum. Hér eru brotaþolar kynferðisofbeldis í jaðarstöðu í eigin málum en takmörkuð aðkoma þeirra að málsmeðferðinni getur komið í veg fyrir að sakamálin séu eins vel upplýst og kostur er. Vilhjálmur lögmaður er mögulega líkt og Örn Clausen var, talsmaður viðhorfa fortíðar en eins og flestum er kunnugt hefur hann kosið að beita kröftum sínum við að leggja mönnum lið sem sjálfir telja sig hafa hagsmuni af því að draga úr opinni umræðu um kynferðisbrot gegn konum og börnum. Meiðyrðamál hafa vissulega haslað sér völl sem kúgunartæki þeirra sem vilja þagga niður í umræðunni um kynbundið ofbeldi, en nýleg dómaframkvæmd dómstóla ber með sér að réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi kunni að vera mjög sterkur. Ákall íslensku #MeToo hreyfingarinnar er ekki krafa um sérstaka ívilnun frammi fyrir lögum, en er krafa um að þær skekkjur í réttarhefðinni séu leiðréttar sem setja meinta gerendur í hlutverk fórnarlambsins og gera þeim kleift að notadómstóla sem vopn gegn brotaþolum sínum. Sumir karlar beita börnin sín kynferðisofbeldi Mörg þeirra sem sagt hafa frá sinni reynslu í samfélagslegum hríðum síðustu vikur, voru á barnsaldri þegar brotið var á þeim fyrst. Samkvæmt lögreglu eru algengustu kynferðisbrotin hér á landi nauðgun og kynferðisofbeldi gegn börnum en allt að því 98% grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eru karlar. Sú tilhneiging að afskrifa kerfisbundið frásagnir barna og kvenna af ofbeldi lýsir einna helst forræðishyggjunni sem ríkir gagnvart þeim. Í vestrænni menningu hafa neikvæðar staðalmyndir af konum sem sögðu frá nauðgun eða kynferðisofbeldi gegn börnum haft yfir sér fræðimannslegan blæ órofið að minnsta kosti frá árinu 1880. En hugtakið „hystería“ sem eingöngu var notað um konur, lýsti geðveiki kvenna sem ásökuðu menn um ofbeldi. Ein mesta kvenhaturskenning samtímans, áðurnefnd kenning um tálmun á umgengni sem „foreldrafirringarheilkenni“ fær einmitt vægi sitt beint úr þessari gömlu mýtu um vitfirrtar konur sem ljúga upp kynferðisofbeldi á barnsfeður sína í forsjármálum. Ástæða þess að þeir sem beita börn kynferðisofbeldi komast oft svo auðveldlega upp með það eru sennilega ekki bara aldagamlar staðalmyndir af óstapílum mæðrum sem ljúga upp á karla ofbeldi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er fyrir flestum hryllilegt tilhugsunar og afneitun veitir fólki tilfinningalegt skjól frá vitneskjunni um það sem kann að hafa gerst. Þannig á fólk það til að grípa hvað sem er á lofti til að staðfesta vantrú sína á ljótan verknað. Þess vegna er kynferðisbrot föður gegn barni sínu algengara en flestir vilja leiða hugann að. Heimildaþáttaserían Allen v Farrow (2021) varpar skýru ljósi á hvernig vestræn nútímasamfélög hygla meintum gerendum ofbeldis, þagga niður í börnum og ófrægja og stimpla mæður sem vænisjúkar og ruglaðar sem greina frá ofbeldi. Þau almennu viðbrögð fólks í gegnum tíðina að kjósa að trúa Woody Allen en ekki barni sem sagði frá kynferðisofbeldi, fjalla ekki bara um dálæti fólks á listamanninum Woody Allen. Narratívan sem leikstjórinn hefur sjálfur haldið uppi í áratugi, um að yfirvöld hafi hreinsað hann af allri ásökun um kynferðisbrot gegn 7 ára dóttur sinni Dylan Farrow, er ekki bara röng heldur hefur haft mikil áhrif á hvernig allur hinn vestræni heimur bregst við þegar barn segir frá kynferðisbroti föður. Það rétta er að bæði fulltrúi barnaverndaryfirvalda og saksóknari í málinu trúðu frásögn barnsins og töldu nægar sannanir komnar fram til að hefja réttarrannsókn á meintum kynferðisbrotum Allen. Þeir sem þekktu atvik mála trúðu frásögn barnsins en almenningur trúði hinum dáða Woody Allen. Mál Dylan Farrow segir ekki bara söguna af afneitun umheimsins á ofbeldi feðra gegn börnum sínum, heldur hvernig börn eru gerð að peðum í stærra stríði gegn konum. Í viðtali við tímaritið Elle árið 2018 staðfestir Ronan Farrow hvernig móðir hans, Mia Farrow var ein af þeim fjölmörgu konum sem þoldi dæmigerða ófrægingarherferð manna sem ásakaðir eru um ofbeldi: „She’s nuts, she’s jealous’ is an old and thin deflection tactic in child abuse cases”. En Allen var á þeim tíma áhrifamikill í Hollywood og hafði greiða leið til að miðla sínum áróðri gegn barnsmóður sinni. Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli Átakanleg frásögn hinnar 81 árs gömlu Clare Devlin af kynferðisofbeldi föður síns frá því hún var 7 ára gömul, afhjúpar grimmilegt skeytingarleysi nauðgunarmenningar gagnvart lífi barna. Seinna á lífsleiðinni var það kvenfrelsisbaráttan sem opnaði augu Clare fyrir sammannlegri þjáningu þolenda kynferðisofbeldis í barnæsku: „the feelings of terror and nothingness, not knowing where or who I am, no peace, total chaos”. Faðir hennar, Patrick Devlin hæstaréttardómari sem á sínum tíma hafði mikil mótandi áhrif á réttarhugsun í Bretlandi, reyndist hallur undir pólitískar hugmyndir manna sem upphófu sifjaspell sem réttmæta leið elítunnar til að viðhalda hreinum kynstofni feðraveldisins. Gildi mannfrelsis hafa risið hátt á tímum feðraveldis en hafa verið brotin á bak aftur með sálfræðihernaði valdbeitingar. Það hvernig einföldum valdeflandi boðskap Jesú frá Nasaret var umbreytt í andhverfu sína með stigveldi kirkjunnar er nærtækt dæmi um það. Massíf ofbeldis- og klámvæðing á kynlífi var mótbylting sömu hefðar í kjölfar kynfrelsisbyltingar sjötta og sjöunda áratugarins. En þetta sundrandi afl valdbeitingarmenningar er ekki náttúrulögmál þó það sé vissulega ef fram horfir fyrirboði bæði endaloka mannkyns og lífríkis jarðar með tilheyrandi þjáningu. Í bók sinni, The Chalice and the Blade(1987) rekur Riane Eisler sögu vestrænnar menningar frá forsögulegum tíma til mögulegrar framtíðar og greinir þau undirliggjandi öfl sem móta annars fjölbreytta menningu. Eisler sýnir með sannfærandi hætti næstum gleymda menningarheima sem störfuðu farsællega með siðferði samyrkju, samvinnu, umhyggju og stuðningi án karlægra yfirráða (e. partnership culture). Þetta var siðmenning sem tilbað sköpunarkraft náttúrunnar, gyðjuna miklu, lífið og fóstrandi eiginleika alheimsins og var í blóma 7.000 árum til 3.000 árum fyrir Krist. Þróun þessara friðsælu samfélaga tók snarpan viðsnúning með innrás herskárra þjóðflokka sem störfuðu á grunni yfirráða karla, með valdi og ótta (e. dominator culture). Stjórnskipulagi var komið á yfir árþúsundin með siðmenningu sem dýrkaði banvænan mátt hnífsblaðsins, dýrkaði valdið til að yfirbuga og taka líf, tilbað sína eigin sjálfsmynd og máttinn til að viðhalda karllægum yfirráðum. Ísland hefur náð markverðum framförum á sviði velferðar og jafnréttis en þrátt fyrir það er viðnám valdbeitingarmenningar ráðandi afl þegar á reynir. Eina pólitíska hugmyndafræðin sem býður þessu stjórnskipulagi birginn með róttækum hætti er auðvitað femínismi. Öll önnur stjórnmálahugmyndafræði hefur til þessa dags, leynt eða ljóst viðhaldið drottnunarsálfræði feðraveldisins með forræðishyggju, andrókrasíu eða „bro“ menningu. Ákall #MeToo hreyfingarinnar og femínískra aktívista eftir réttlæti fyrir hönd brotaþola ofbeldis er réttmæt ögrun við undirliggjandi valdbeitingarmenningu. Án þess að ráðast að rótum hennar erum við dæmd til að endurskapa í sífellu eyðileggjandi afleiðingar hennar fyrir okkur öll. Höfundur er aktívisti og talskona samtakanna Líf án ofbeldis.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar