Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júlí 2021 15:04 Tom Scott átti ekki sjö dagana sæla í síðustu Íslandsheimsókn sinni. skjáskot Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið. Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29