Dabbi Kóngur í íslenska A-landsliðinu sem er á leið til Eistlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 07:46 Davíð Arnar Ágústsson lyftir Íslandsbikarnum en hann var frábær fyrir Þórsliðið á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn eiga þrjá leikmenn í íslenska A-landsliðinu sem mun spila tvo æfingaleiki í Eistlandi í þessari viku. Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira