Íslenski boltinn

FH og Keflavík mætast tvisvar í Pepsi Max deildinni með fjögurra daga millibili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jónatan Ingi Jónsson og félagar í FH ættu að þekkja orðið Keflavíkurliðið nokkuð vel eftir að liðin mætast tvisvar sinnum í sömu vikunni í næsta mánuði.
Jónatan Ingi Jónsson og félagar í FH ættu að þekkja orðið Keflavíkurliðið nokkuð vel eftir að liðin mætast tvisvar sinnum í sömu vikunni í næsta mánuði. Vísir/Hulda Margrét

Til að koma fyrir tveimur frestuðum leikjum úr sjöundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu hefur KSÍ þurft að gera frekari breytingar.

Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag um nýjar dagsetningar fyrir sex leiki. Þar á meðal eru þrír leikir hjá bæði Breiðabliki og KA sem og tveir leikir hjá Keflavík.

Leikir eru færðir fram og aftur til að koma fyrir frestuðu leikjunum í miðri viku á milli.

KA, Breiðablik, FH og Keflavík eiga öll inni leiki frá því í sjöundu umferðinni sem átti að fara fram í lok maí og byrjun júní.

Meðal leikjanna sem eru færðir eru báðir innbyrðis leikir FH og Keflavíkur. Nú munu þeir fara fram 21. ágúst í Keflavík og svo fjórum dögum síðar í Hafnarfirði.

Hér fyrir neðan má sjá leikina sem hafa fengið nýjar dagsetningar.

  • KA - Breiðablik
  • Var: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 18.00 á Greifavellinum
  • Verður: Miðvikudaginn 25. ágúst kl. 18.00 á Greifavellinum
  • FH - Keflavík
  • Var: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
  • Verður: Miðvikudaginn 25. ágúst kl. 18.00 á Kaplakrikavelli
  • Keflavík - FH
  • Var: Sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.00 á HS Orku vellinum
  • Verður: Laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00 á HS Orku vellinum
  • Breiðablik – KA
  • Var: Sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.00 á Kópavogsvelli
  • Verður: Laugardaginn 21. ágúst kl. 16.15 Kópavogsvelli
  • Fylkir - Breiðablik
  • Var: Föstudaginn 27. ágúst kl. 19.15 á Würth vellinum
  • Verður: Sunnudaginn 29. ágúst kl. 19.15 á Würth vellinum
  • KA - ÍA
  • Var: Laugardaginn 28. ágúst kl. 16.00 á Greifavellinum
  • Verður: Sunnudaginn 29. ágúst kl. 16.00 á Greifavellinum

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×