Fótbolti

Arnór Ingvi lagði upp mark í sigri toppliðsins í bandarísku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason fagnar hér marki Gustavo Bou í nótt með því að hoppa upp á herðar markaskorarans.
Arnór Ingvi Traustason fagnar hér marki Gustavo Bou í nótt með því að hoppa upp á herðar markaskorarans. AP/Mary Schwalm

Arnór Ingvi Traustason og félagar í New England Revolution náðu sjö stiga forystu í Austurdeild bandarísku MLS deildarinnar eftir sigur í nótt.

New England vann 2-1 sigur á Montréal á heimavelli sínum á Venue Gillette leikvanginum í Foxborough í Massachusetts fylki. Liðið hefur nú 33 stig úr 16 leikjum eða sjö stigum meira en næsta lið sem er Nashville SC.

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrstu 63 mínúturnar í leiknum og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Argentínumanninn Gustavo Bou á 29. mínútu leiksins. Markið var ekkert smá mark eins og sjá má hér fyrir neðan.

Bou bætti við öðru marki á 73. mínútu en Djordje Mihailovic minnkaði muninn fyrir CF Montréal sex mínútum síðar.

Arnór Ingvi er kominn með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fyrstu fimmtán leikjum sínum með New England en hann skoraði bæði mörkin sín í 5-0 sigri á Inter Miami í leiknum á undan.

Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahópi Montréal liðsins.

Guðmundur Þórarinsson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans New York City vann 5-0 sigur á Orlando City.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir fékk heldur ekki að koma inn á þegar lið hennar Houston Dash tapaði 1-0 á heimavelli á móti toppliði Portland Thorns. Eina marki leiksins kom eftir aðeins 32 sekúndur.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×